IBM System/3X varmiðtölvulína fráIBM sem var framleidd frá 1975 þar tilAS/400-vélar tóku við árið 1988. Línan tók við af gataspjaldavélinniIBM System/3 og var markaðssett sembókhaldsvélar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessar tölvur litu út eins og tæknivættskrifborð og tóku svipað rými. Þær voru búnarskjá,hörðum diski og notuðu átta tommudisklinga sem ytri gagnageymslu í staðgataspjalda ogsegulbanda. Tölvurnar notuðu forritunarmáliðIBM RPG (Report Program Generator) sem var upphaflega þróað fyrir System/3. Á System/32 vélinni var stýrikerfið kallaðSystem Control Program en á System/34 og System/36-vélunum varSystem Support Program notað. Með System/38 komControl Program Facility eða CPF sem var mun öflugra en SSP.