Hestahnútur eðaskutulsbragð er einfaldur og auðleysanlegurhnútur sem er notaður til að festa band utan um stöng eða annað band. Hann dregur nafn sitt af því að hann var notaður til að bindahesta og til að binda um endann áskutlum. Hann er gerður með því að taka lausa endann yfir stöngina, síðan yfir bandið sjálft og annan hring um stöngina og svo undir bandið sjálft þannig að báðir endar sitja fastir undir lykkjunni Hestahnútur er auðveldur hnútur og þægilegur þegar stilla þarf lengd á bandi áður en það er fest, en er ekki mjög traustur festihnútur undir álagi. Hann er mikið notaður áskipum, ásamtpelastikk ognetahnút. Á hefðbundnumseglskipum er hestahnútur notaður til að binda kaðalstiga í vantana. Til eru alls konar afbrigði af hestahnút sem gera hann traustari.