Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1950 eðaHM 1950 var haldið íBrasilíu dagana24. júní til16. júlí. Þetta var fjórðaheimsmeistarakeppnin og urðuÚrúgvæmenn meistarar öðru sinni eftir harða baráttu við heimamenn. Tekið var upp nýtt keppnisfyrirkomulag í fyrsta og eina skiptið, þar sem ekki var eiginlegur úrslitaleikur heldur keppt í fjögurra liða úrslitariðli. 34 lið skráðu til sig leiks og börðust um 16 sæti í úrslitakeppninni. Þegar til kastanna kom urðu þátttökuliðin í Brasilíu þó ekki nema þrettán.
Brasilía hafði falast eftir að halda heimsmeistaramótin árin 1942 eða 1946, en hvorugt þeirra var þó haldið vegnaheimsstyrjaldarinnar. Á þingiAlþjóðaknattspyrnusambandsins árið 1946 var ákveðið að halda heimsmeistaramót árin 1949 og 1951. Brasilíumönnum var úthlutað fyrra mótinu enSvisslendingum því síðara. Fljótlega var þó ákveðið að breyta tímasetningunum í 1950 og 1954.
Þjóðverjum ogJapönum var bannað að taka þátt í forkeppni HM, sem hluti af refsiaðgerðum vegna stríðsins. Kommúnistaríki Austur-Evrópu skráðu sig ekki til leiks aðJúgóslavíu einni frátalinni. Forkeppnin einkenndist af því að lið drægju sig úr keppni. Þannig þurfti ekki að leika einn einasta leik í Suður-Ameríkuhluta forkeppninnar, þar sem fjórar þjóðir hættu við þátttöku, þar á meðalArgentínumenn sem stóðu í deilum við brasilíska knattspyrnusambandið.Indverjar hlutu sæti í úrslitunum án keppni, en hættu við þátttöku á síðustu stundu og var ákveðið að bæta ekki nýju liði við í þeirra stað.
Englendingar,Skotar,Walesverjar ogNorður-Írar kepptu í eina fjögurra liða forriðlinum um tvö laus sæti. Skotar höfnuðu í öðru sæti, en höfðu áður lýst því yfir að lið þeirra myndi ekki halda til Brasilíu nema sem sigurvegarar.Tyrkir fengu sæti í úrslitunum á silfurfati þegarAusturríkismenn drógu sig í hlé, en afþökkuðu það að lokum vegna ferðakostnaðar.Frakkar töpuðu fyrir Júgóslövum í forkeppninni, en var engu að síður boðið sæti í úrslitum. Franska knattspyrnusambandið þáði boðið en skipti svo um skoðun á síðustu stundu.
Eftir forkeppnina kom í ljós að nokkrir leikmenn höfðu spilað fyrir bæði Norður-Írland ogÍrland, sem varð til þess aðAlþjóðaknattspyrnusambandið þurfti að endurskoða reglur sínar.
Heildarfjöldi leikja í forkeppninni var ekki nema 26 vegna þess hversu mörg lið drógu sig úr keppni á síðustu stundu. Þar af voru sex leikjanna hluti af Stóra-Bretlands meistarakeppninni.
Keppt var á sex leikvöngum í mótinu. Þar varMaracanã-leikvangurinn tilkomumestur, en það var stærsti völlur í heimi og sérstaklega byggður fyrir mótið. Skipuleggjendur lögðu því mikla áherslu á að keppt yrði í riðlum en ekki með útsláttarfyrirkomulagi, til að fá sem flesta leiki og mestar áhorfendatekjur.
Heimamenn unnu Mexíkó í opnunarleik mótsins og þrátt fyrir óvænt jafntefli gegn Svisslendingum, sem jöfnuðu á lokamínútunum, var sigur Brasilíumanna í riðlinum aldrei í hættu. Vegna misskilnings mættu lið Mexíkó og Sviss bæði til leiks í rauðum treyjum í viðureign sinni og þurfti lið Mexíkó því að fá lánaða búninga frá félagsliði í borginni.
Englendingar tóku þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti, en fyrir stríð höfðu breksu knattspyrnusamböndin ekki séð ástæðu til að taka þátt í HM. Reiknað var með geysisterku ensku liði á mótinu. Gríðarlega óvænt tap gegn Bandaríkjunum sló Englendinga hins vegar út af laginu og Spánn hafnaði í efsta sæti riðilsins.
Indverjar áttu að vera fjórða liðið í riðlinum en hættu við keppni. Ítalska landsliðið varð fyrir áfalli þegar meistaralið Tórínó fórst í flugslysi árið 1949, en þar létust margir burðarmanna landsliðsins. Alþjóðaknattspyrnusambandinu tókst þó að sannfæra Ítali um að mæta til keppni. Minnugir flugslyssins ákváðu Ítalir að fara sjóleiðina til Brasilíu. Ferðalúið og reynslulítið lið þeirra tapaði fyrsta leik gegn Svíum og þar með var draumurinn um að verja titilinn úti.
Frakkar áttu að vera þriðja þjóðin í riðlinum en drógu sig til baka skömmu áður en mótið hófst vegna deilna við skipuleggjendur keppninnar, sem vildu láta liðið ferðast 3.000 kílómetra leið milli tveggja leikja. Suður-Ameríkuliðin Bólivía og Úrúgvæ voru því ein í riðlinum. Heimsmeistararnir frá 1930 fóru létt með reynslulítið lið Bólivíu og unnu 8:0, sem var stærsti sigur í úrslitakeppni HM fram að þessu.
Í fyrsta og eina sinn í sögu HM var notast við úrslitariðil. Litlu mátti muna að úrslitin væru ráðin fyrir lokaumferðina, því Brasilíumenn unnu stórsigra á Spánverjum og Svíum í sínum leikjum. Úrúgvæ gerði hins vegar aðeins jafntefli gegn Spáni og vann Svía 3:2 eftir að hafa lent 0:2 undir. Þar með var ljóst að Brasilíu nægði jafntefli gegn Úrúgvæ í síðasta leiknum.
Heimamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks og rétt um 200 þúsund áhorfendur bjuggu sig undir að fagna heimsmeistaratitlinum. Tvö mörk Úrúgvæ breyttu þeim draumi í martröð. Úrúgvæ varð heimsmeistari í annað sinn en brasilíska þjóðin var harmi sleginn.