Haglabyssa er hlaupvítthandskotvopn, sem skýtur mörgum höglum í einu skoti. Er öflug á stuttu færi, en skammdræg. Mest notuð við veiðar áfuglum og smærrispendýrum. Haglabyssur eru einnig notaðar aflögreglum oghermönnum víða um heiminn. ÍBandaríkjunum er algengt að fólk eigi haglabyssur eðaskammbyssur til að vernda sjálft sig og fjölskyldu sína, en áÍslandi má fólk ekki eiga skotvopn til sjálfsvarnar.
Tvíhleypa er haglabyssa með tveimur hlaupum, sem halda sínu hvoru skotinu og skjóta má hvort eftir öðru. Eru ýmist með hlaupin samsíða eða undir og yfir hvort öðru.Haglapumpur eru haglabyssur sem hlaðnar eru nokkrum skotum sem skjóta má í röð með því að spenna byssuna eftir hvert skot, en þá kastast jafnframt notaðaskothylkið út úr byssunni.
Hálfsjálfvirk er haglabyssa þar sem byssan nýtir ýmist bakslag eða gasþrýsting sem myndast þegar hleypt er af, til þess að kasta út notaða skothylkinu og skipta út fyrir nýtt í hvert sinn sem tekið er í gikkinn. Vert er að hafa í huga að haglabyssa má aðeins geyma tvö aukaskot.