Gvam (tsjamorríska:Guåhån) erbandarískt yfirráðasvæði íVestur-Kyrrahafi. Eyjan er stærst og syðstMaríanaeyja og telst hlutiMíkrónesíu. Hún er vestasta yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Höfuðborg eyjarinnar erHagåtña en stærsta borgin erDededo. Eyjan er eitt af fjórumyfirráðasvæðum Bandaríkjanna með borgaralega stjórn. Íbúar eyjarinnar eru bandarískir ríkisborgarar frá fæðingu. Frumbyggjar eyjanna eruKamorróar sem teljast tilÁstrónesa og eru því skyldir íbúum Indónesíu, Filippseyja og Taívan.
Árið 2016 voru íbúar á Gvam tæp 163 þúsund talsins. Landsvæðið nær yfir 540 km² og um það bil 300 íbúar á km². Gvam er syðst og fjölmennust Maríanaeyja og stærsta eyjan í Míkrónesíu. SveitarfélagiðMongmong-Toto-Maite er þéttbýlast enInarajan ogUmatac strjálbýlust. Hæsta fjall eyjarinnar erLamlamfjall sem nær 406 metrum yfir sjávarmáli. Í dag er helsta tekjulind eyjannaferðaþjónusta og flestir ferðamenn koma þangað frá Japan. Önnur stærsta tekjulind eyjarskeggja er þjónusta viðBandaríkjaher. Herinn er með sjö herstöðvar á eyjunni sem samanlagt þekja tæplega 30% af flatarmáli hennar.
Efnahagur Gvam byggist aðallega á ferðaþjónustu, þjónustu við herstöðvar og staðbundnum fyrirtækjum. Samkvæmt sérlögum fráBandaríkjaþingi fær landssjóður Gvam skatttekjur frá íbúum eyjarinnar (þar á meðal frá starfsfólki alríkisstjórnarinnar), fremur enRíkissjóður Bandaríkjanna.
Gvam er vinsæll áfangastaður meðal japanskra ferðamanna. Helsti ferðamannastaðurinn,Tumon, er með 20 stór hótel, fríhafnarverslanir og alls kyns afþreyingarfyrirtæki. Flugið frá Asíu eða Ástralíu er tiltölulega stutt, miðað við flugið frá Hawaii. Yfir milljón ferðamenn heimsækja eyjuna árlega. 75% þeirra eru Japanar en afgangurinn frá Suður-Kóreu, Bandaríkjunum, Filippseyjum og Taívan. Fríverslun með tískuvörur og amerískar verslunarmiðstöðvar (Micronesia Mall,Guam Premier Outlets,Agana Shopping Center og stærstaKMart-verslun heims) eru stórar tekjulindir.
Vegna aukinnar ferðaþjónustu hefur efnahagur eyjarinnar verið nokkuð stöðugur frá 2000. Árið 2003 var 14% atvinnuleysi og stjórn Gvam varð fyrir 314 milljón dala tekjufalli. Milli 2010 og 2015 voru 8.000 landgönguliðar fluttir til Gvam fráOkinawa í Japan.
Samkvæmt samningi Kyrrahafseyjasvæðanna við Bandaríkin,Compact of Free Association, mega íbúar þessara yfirráðasvæða búa hvar sem er í Bandaríkjunum án takmarkana. Margir kusu að flytja til Gvam sem kvartaði yfir því að landið tæki við fleirum en eðlilegt væri. Samningnum var breytt þannig að Gvam, Norður-Maríanaeyjar og Hawaii fá sérstakt framlag frá alríkisstjórninni til að bæta fyrir ójafnvægi í fólksflutningum milli yfirráðasvæðanna.
Opinber tungumál Gvam eruenska ogtsjamorríska.Filippseyska er líka algengt mál á eyjunni. Önnur Kyrrahafsmál og Asíumál eru líka töluð á Gvam.Spænska var stjórnsýslumál á eyjunni í 300 ár, en er nú ekki lengur almennt töluð. Leifar af spænsku má þó sjá í orðaforða og örnefnum, og málið er kennt í skólum.