| Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) | |||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Dómsmálaráðherra Íslands | |||||||
| Í embætti 19. júní2023 –21. desember2024 | |||||||
| Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson | ||||||
| Forveri | Jón Gunnarsson | ||||||
| Eftirmaður | Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir | ||||||
| Formaður Sjálfstæðisflokksins | |||||||
Núverandi | |||||||
| Tók við embætti 2. mars2025 | |||||||
| Forveri | Bjarni Benediktsson | ||||||
| Alþingismaður | |||||||
| |||||||
| Persónulegar upplýsingar | |||||||
| Fædd | 9. febrúar1970 (1970-02-09) (55 ára) Selfoss | ||||||
| Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn | ||||||
| Maki | Hans Kristján Einarsson Hagerup | ||||||
| Menntun | Mannfræði | ||||||
| Háskóli | Háskóli Íslands | ||||||
| Æviágrip á vef Alþingis | |||||||
Guðrún Hafsteinsdóttir (f.9. febrúar1970) eríslensk stjórnmálakona sem hefur veriðformaður Sjálfstæðisflokksins frá2025. Hún hefur setið áAlþingi frá2021 fyrirSuðurkjördæmi. Hún vardómsmálaráðherra frá2023 til2024. Áður en hún fór í stjórnmál starfaði hún hjá fjölskyldufyrirtækinu,Kjörís, auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum í atvinnulífinu.
Foreldrar Guðrúnar eru Hafsteinn Kristinsson (1933-1993) forstjóri og stofnandiKjöríss og Laufey Valdimarsdóttir (f. 1940). Guðrún er næstyngst fjögurra systkina, þ.á m. erAldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis til 16 ára og núverandi sveitarstjóri íHrunamannahreppi. Maki Guðrúnar er Hans Kristján Einarsson Hagerup gullsmiður og eiga þau samtals sex börn.[1]
Guðrún lauk stúdentsprófi fráFjölbrautaskóla Suðurlands, BA-prófi í mannfræði fráHáskóla Íslands og diplómagráðu í jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur lengst af starfað í Kjörís, tók þar við stöðu framkvæmdastjóra 23 ára gömul þegar faðir hennar lést[2] en frá 2008-2021 var hún markaðsstjóri Kjöríss.
Guðrún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020. Hún hefur setið stjórnSamtaka atvinnulífsins,Háskólans í Reykjavík,Bláa Lónsins ogLífeyrissjóðs verzlunarmanna[1]. Hún var formaður Landsamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2018 til 2021.
Gúðrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi árið 2021 og leiddi lista flokksins í kjördæminu íalþingiskosningunum í september 2021.[3]
Hún var kjörinformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í mars 2025. Guðrún hafði betur gegnÁslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, með einungis nítján atkvæða mun.[4]
Guðrún ákvað í september 2024, þrátt fyrir harða gagnrýni, að framfylgja ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um brottvísunYazan Tamimis og foreldra hans.[5][6][7] Að beiðniGuðmundar Inga Guðbrandssonar,félags- og vinnumálaráðherra Íslands ákvað hún síðar að afturkalla brottvísunina.[8]
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor lítur svo á að mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hafi verið „þúfan sem velti hlassinu“ í aðdraganda stjórnarslita ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar.[9]
Yazan Tamimi og foreldrar hans eru nú með alþjóðlega vernd á Íslandi.[10]
| Fyrirrennari: Jón Gunnarsson |
| Eftirmaður: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir | |||