Kort.Gotland merkt inn á kort af SvíþjóðGervihnattamynd af Gotlandi
Gotland er stóreyja íEystrasalti sem tilheyrirSvíþjóð. Hún er um 90km austan við meginlandið. Eyjan er öll eittsveitarfélag og einnig sérstaktfylki,Gotlands Kommun. Höfuðstaður eyjarinnar erVisby. Auk sjálfrar höfuðeyjarinnar, Gotlands, tilheyra einnigFårö,Karlseyjarnar ogGotska Sandön eyjaklasanum. Á eyjunum hafa fundist 42.000 fornminjar.
Mállýskan sem töluð er á Gotlandi nefnistgotlenska (eygotneska) en hún er enn talsvert ólík ríkissænsku bæði í framburði og málfari. Orðaforði gotlenskunnar er mun líkari íslensku en flestar aðrar mállýskur Svía. Þó að gotlenska sé nú einungis mállýska á hún rætur í sjálfstæðu fornmáli sem nefndistforngotlenska.