Þessi grein er um op á byggingum. Til að lesa um glugga í tölvum má fara á greinina umtölvuglugga.
Gluggi er op ávegg eðaþakbyggingar, sem stundum er lokað en að auki stundum opið og hleypir innljósi í vistarverunar. Á gluggum geta verið opnanleg fög sem notuð eru til að hleypa inn ferskulofti eða til að losa um fnyk og ódaun svo greiða leið hans út í andrúmsloftið. Gluggarúður úr gerðar úrgleri eðaplexigleri.
gluggakista er lárétt (tré)sylla innan við og undir gluggarúðu. Einnig nefntgluggasylla,gluggatrog eðasólbekkur.
gluggafaldur er oft skrautlaga listar meðfram gluggum að innan (stundum einnig að utan).
glugghús er gluggagrind, þ.e. bilið frá glugganum út á ytri brún veggjar eða inn á sólbekkjarbrún innan húss; gluggaloft.
gluggapóstur er lóðréttur stafur (rimill) milli gluggarúðna.
krosspóstur er póstur í glugga sem myndir kross.
skjábulungur er umgerð (úr tré) utan um skjáinn, skjágrind.
skjár er gegnsæ himna í glugga, notuð í stað rúðu (oft haft um allan gluggann)
sólborð er gluggakarmur.
sprausa er gamalt orð yfir gluggarúðuramma.
sprossi er gluggapóstur.
sproti er mjór póstur í glugga, hafður til að skipta honum í fleiri og smærri rúður.
tíglagrind er grind í glugga sem myndar tígla og fyllir út í gluggarammann.
vatnsbretti er skáhöll stein- eða trébrík undir glugga að utanverðu sem veitir vatni frá honum. Hallinn kallast gluggabotn á steinhúsum ef hann nær ekki fram úr vegg.