All nokkurn fjölda efnaskiptaferla má flokka undir gerjun. Meðal þeirra helstu má nefna:
Alkohólmyndandi gerjun (etanólgerjun), þar semgersveppir umbreyta sykrungum íetanól ogkoldíoxíð. Þetta ferli er hagnýtt viðbrauðgerð og annan gerbakstur, svo og við framleiðslu áfengra drykkja, svo semvíns,bjórs og annarra öldrykkja.
Mjólkursýrumyndandi gerjun (mjólkursýrugerjun), þar sem sykrungum er umbreyttmjólkursýru. Mikill fjöldi gerjaðra matvæla er gerjaður (sýrður) með mjólkursýrugerjun svokallaðramjólkursýrubaktería. Meðal dæma má nefnajógúrt og aðrar sýrðrar mjólkurafurðir,súrkál, og ýmsar gerjaðar pylsur og kæfur.Súrhey myndast einnig fyrir tilstilli mjólkursýrugerjunar.
Própíónsýrumyndandi gerjun, sem nýtist til dæmis við gerjunEmmentalerosts.
Malólaktíska gerjun, þar sem ákveðnar mjólkursýrubakteríur umbreytaeplasýru í mjólkursýru. Þetta ferli kemur við sögu íþroskun víns.
Metanmyndandi gerjun, þar sem sykrungum er umbreytt ímetan. Niðrubrot tormeltra sykrufjölliða á borð viðsellulósa á sér stað ímeltingarfærum dýra fyrir tilstilli metanmyndandifyrna. Þetta er einkum mikilvægt fyrirjórturdýr og önnur dýr sem lifa að mestu á trefjaríku fóðri[1].
↑R. M. Atlas og R. Bartha (1993) Microbial Ecology. Fundamentals and applications. 3. útgáfa. The Benjamin/Cummings Publishing Company, Inc. Redwood City, California.