Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Geimgreftrun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Líkamsleifar Gene Roddenberry (þriðji frá hægri) voru þær fyrstu sem sendar voru út í geim.

Geimgreftrun er það þegar jarðneskum leifum fólks er skotið út fyrirlofthjúp jarðar. Líkamsleifunum er ekki dreift í geimnum heldur er þeim komið fyrir ígeimfari þar sem þær annað hvort brenna upp með geimfarinu þegar það hrapar aftur til jarðar, ná einhverjum áfangastað í geimnum (til dæmisTunglinu) eða fljúga út úrSólkerfinu. Yfirleitt er aðeins hluti af ösku eftirbálför fluttur út í geiminn.

Hugmyndin að útför í geimnum var fyrst sett fram í smásögu eftirNeil R. Jones sem birtist í tímaritinuAmazing Stories árið 1931. Fyrsta geimgreftruninn fór fram þegar hluti af öskuGene Roddenberry var fluttur út í geim og aftur til jarðar um borð í geimskutlunniColumbia3. apríl1977. Fyrsta geimgreftrunin á vegum einkaaðila fór fram21. apríl1997 þegar ösku 24 manna var skotið í 11 km hæð meðPegasuseldflaug yfirAtlantshafi. Flaugin hrapaði til jarðar árið 2002 og brotnaði upp. Hún flutti meðal annars ösku Gene Roddenberry ogTimothy Leary.

Fyrsta tunglgreftrunin fór fram6. janúar1998 þegar hluta af ösku bandaríska jarðfræðingsinsEugene Merle Shoemaker var komið fyrir í geimfarinuLunar Prospector og því skotið á loft. Það lenti á einu af pólsvæðum Tunglsins 31. júlí 1999. Árin 2012 var ösku nokkur hundruð manna skotið á braut um jörðu með eldflauginniFalcon 9 á vegum geimútfarafyrirtækisinsCelestis.

Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Geimgreftrun&oldid=1557411
Flokkar:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp