Geðröskun (eðageðrænn kvilli) er truflun í andlegu lífi einstaklings eða hegðunarmynstri hans sem veldur honum vanlíðan eða dregur úr getu hans til að inna verk af hendi.[1]
Meðal algengra geðraskananna eruþunglyndi,geðhvarfasýki,elliglöp,geðklofi,áfallastreituröskun,átraskanir,félagsfælni, ogathyglisbrestur.[2][3]
Alvarlegar geðraskanir eru oft nefndargeðsjúkdómar eðageðveiki, og er þá vísað til mikilla truflana í andlegu lífi sem einkennast af ranghugmyndum,ofskynjunum og skertu veruleikaskyni[4] og sem valda vanlíðan eða afbrigðilegrihegðun, jafnvelfötlun. Algengir geðsjúkdómar erugeðhvarfasýki oggeðklofi,hugsýki ogpersónuleikaröskun.
Sérfræðinga greinir á hvort flokka beri geðraskanir semsjúkdóma en það viðhorf nýtur mikillar hylli.[4] Orsakir alvarlegra geðraskana geta veriðlíffræði- eðalífeðlisfræðilegar.Uppeldi,umhverfi ogpersónuleiki geta skipt máli en einnig erfðafræðilegir þættir.[4][5] Til dæmis er vitað að geðhvarfasýki er að miklu leyti arfgengur sjúkdómur sem á sér líffræðilegar orsakir enda þótt genin sem valda sjúkdómnum séu enn óþekkt.[5] Sömu sögu er að segja um geðklofa.