Í landinu risu nokkur ríkiakana ámiðöldum. Landið hóf verslun viðPortúgali á15. öld og varð þekkt sem Gullströndin vegna þess hversu mikið fékkst þar afgulli. Árið1598 hófuHollendingar líka verslun við ströndina og síðar önnurEvrópuveldi eins ogSvíar ogDanir. Þessar þjóðir reistu sérvirki á strönd Gana. Árið1874 hófuBretar að leggja landið undir sig með hervaldi. Árið1957 varð landið fyrstanýlenda Afríku sem lýsti yfir sjálfstæði. Fyrsti forseti landsins varKwame Nkrumah. Honum var steypt af stóli árið1966 og við tók tímabil þar sem herforingjastjórnir og borgaralegar stjórnir skiptust á að fara með völd. Árið1981 varð herforinginnJerry Rawlings forseti og bannaði stjórnmálaflokka. Fjölflokkalýðræði var aftur tekið upp árið1992.
Höfuðborg Gana erAkkra og búa þar um 2,2 milljónir manna en í landinu í heild búa tæplega 18 milljónir. Næststærstu borgir eruKumasi íAshanti-héraði ogTamale í norðurhlutanum. Um 70% íbúa erukristnir en 15% erumúslimar.Enska er opinbert mál landsins en þrír fjórðu íbúa talaakanmál auk ensku. Efnahagslíf landsins hefur vaxið hratt undanfarin ár. Gana framleiðirolíu oggas og er auk þess einn af stærstugull- ogdemantaútflytjendum heims, og annar stærstikakóframleiðandi heims. Helstu auðlindir Gana eru gullnámur sem einkum er að finna í miðhlutanum í kringumKumasi.Voltavatn er stærsta manngerða vatn heims og er uppistöðulón stíflunnarAkosombo íVolta í Gana sem og mikilvæg samgönguleið.
Nafn landsins er fengið fráGanaveldinu á miðöldum sem var þó mun norðar í Vestur-Afríku, þar sem nú eruMalí,Senegal ogMáritanía. Nafnið er dregið af titli konunga þess og merkir „sterkur herkonungur“.[1] Strönd Gana var áður þekkt semGullströndin vegna þess hvegullnotkun var þar áberandi. Þegar Gullströndin sameinaðistAshanti og tveimur öðrum breskum nýlendum og hlaut sjálfstæði 1957 tók nýja landið upp nafnið Gana.
Gana er viðGíneuflóa, aðeins nokkrum gráðum norðan viðmiðbaug. Þar er því heitt loftslag.[2] Gana er 238.535 km2 og á 560 km langa strönd að Atlantshafi í suðri.[2] Landið er milli 4˚45'N og 11˚N og 1˚15'A og 3˚15'V.Núllbaugur liggur gegnum Gana, meðal annars gegnum hafnarborginaTema.[2]
Gana er landfræðilega nær „miðju“ bauganets jarðar en nokkuð annað land, en miðpunkturinn (0˚, 0˚) er í Atlantshafinu um 614 km undan suðausturströnd Gana í Gíneuflóa.
Graslendi, blandaðkjarri og skógum, er ríkjandi landslag í Gana. Skógarnir teygja sig í norður frá suðvesturströnd Gana í um 320 km og austur í um 270 km.Konungsríkið Ashanti í suðurhluta landsins er miðstöð námavinnslu og timburframleiðslu.[2]