Málverk eftir Þórarin Stefánsson sem sýnir Friðrik 8. og Hannes Hafstein ríða upp Kambana 1907.
Frá unga aldri sýndi Friðrik vísindum, listum og menningu mikinn áhuga. Hann ferðaðist mikið, meðal annars tilLondon,Parísar,Berlínar,Stokkhólms,Færeyja ogÍslands. Þar sem hann var krónprins í 43 ár fékk hann nægan tíma til að búa sig undir að verða konungur en hann ríkti aðeins í sex ár. Friðrik var frjálslyndur og var hlynntur því erþingræði var innleitt í Danmörku árið1901.
Friðriki þótti vænt um Ísland og Íslendingum um hann, meira en vant var um Danakonunga.
Á efri árum fékk konungur hjartasjúkdóm, sem dró hann til dauða þann14. maí1912, þar sem hann var einn á ferð íHamborg. Starfsfólk líkhússins bar ekki kennsl á konung Danmerkur fyrr en daginn eftir. Friðrik hlaut hinsta legstað íHróarskeldudómkirkju og eftirmaður hans var sonurinnKristján 10.
Lengi gengu sögusagnir um að konungurinn hefði látist á gleðihúsi. Á móti hefur verið bent á að það sé ótrúlegt, þar sem hann hafi látist aðeins um korteri eftir að hann yfirgaf hótel sitt.[1]