Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Frelsissamtök Palestínu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frelsissamtök Palestínu
منظمة التحرير الفلسطينية
Munaẓẓamat at-Taḥrīr al-Filasṭīniyyah
SkammstöfunPLO
Stofnun28. maí 1964;fyrir 61ári (1964-05-28)
GerðStjórnmálahreyfing, hernaðarsamtök
MarkmiðStofnun sjálfstæðsPalestínuríkis
HöfuðstöðvarAl-Bireh,Vesturbakkanum,Palestínuríki
ForstöðumaðurMahmúd Abbas

Frelsissamtök Palestínu (PLO;arabíska: منظمة التحرير الفلسطينية;Munaẓẓamat at-Taḥrīr al-Filasṭīniyyah) erupalestínskþjóðernishreyfing sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem opinber fulltrúipalestínsku þjóðarinnar.

Samtökin voru stofnuð árið 1964 og stefndu þá að stofnunarabísks ríkis á gervöllu yfirráðasvæði fyrrumumboðsstjórnar Breta í Palestínu og eftir því aðÍsraelsríki yrði leyst upp. Frá fyrstaÓslóarsamkomulaginu árið 1993 hafa samtökin hins vegar viðurkennt fullveldi Ísraels og sækjast eingöngu eftir stofnun arabísks ríkis á palestínsku landsvæðunum (Vesturbakkanum ogGasaströndinni) sem Ísraelar hafa hernumið frásex daga stríðinu 1967.

Fatah er stærsti stjórnmálaflokkurinn innan PLO. Leiðtogi bæði Fatah og PLO erMahmúd Abbas,forseti palestínsku heimastjórnarinnar.

Söguágrip

[breyta |breyta frumkóða]

Frelsissamtök Palestínu (PLO) voru stofnuð árið 1964 af þjóðþingi Palestínumanna íJerúsalem. Samtökin nutu til að byrja með ekki mikilla áhrifa en eftir ósigur Arabaríkjanna ísex daga stríðinu gegn Ísrael árið 1967 þurru vonir margra Palestínumanna um að arabísku nágrannaríkin myndu beita sér fyrir frelsi Palestínu og viðleitni til að gera PLO óháð þeim jókst.[1]

Yasser Arafat var kjörinn formaður samtakanna árið 1969. Samtökin reyndu á áttunda áratugnum að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á málstað Palestínumanna. PLO beitti stundum diplómatískum leiðum í þessum tilgangi en framdi einnig mörghryðjuverk, einkum í Evrópu.[2] Hryðjuverkastarfsemi samtakanna torveldaði þeim að öðlast alþjóðlega viðurkenningu og það var því ekki fyrr en árið 1974 semallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ogArababandalagið viðurkenndu þau sem réttmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar.[3]

PLO ráku lengst af starfsemi sína í ýmsum arabískum nágrannaríkjum Ísraels, einkum íJórdaníu. Samtökin komust þar til mikilla áhrifa og urðu eins konar ríki í ríkinu. Árið 1970 létHússein Jórdaníukonungur hins vegar reka PLO frá Jórdaníu í átökum sem voru kennd viðsvarta september. Samtökin höfðu þá aðsetur sitt íBeirút íLíbanon en urðu að hafa sig þaðan eftir aðÍsraelsher gerði innrás í Líbanon árið 1982 til að uppræta starfsemi þeirra þar.[4] Helstu miðstöðvar PLO voru eftir það íTúnis og íDamaskus íSýrlandi.[5]

PLO studdiSaddam Hussein, forsetaÍraks, ífyrra Persaflóastríðinu árið 1991. Stuðningur PLO við Saddam leiddi til þess að mörg Arabaríki, aukÍrans, drógu til baka fjárstuðning sinn við samtökin og fóru þess í stað að styrkjaHamas-samtökin.[6]

Árið 1993 undirrituðu Yasser Arafat ogYitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels,Óslóarsamkomulagið svokallaða. Með því viðurkenndu Ísraelar PLO sem fulltrúa Palestínumanna og PLO viðurkenndu sjálfstæði Ísraelsríkis og hættu hryðjuverkastarfsemi.[7] Samningurinn fól í sér viljayfirlýsingu um að stefnt skyldi að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis á hernumdu svæðunum en ýmis deiluefni voru látin óútkljáð. Höfuðstöðvar PLO voru færðar tilRamallah í kjölfar samkomulagsins.[3]

Mahmúd Abbas varð formaður PLO eftir andlát Yassers Arafat árið 2004.[8]

Tilvísanir

[breyta |breyta frumkóða]
  1. Haukur Már Haraldsson (25. febrúar 1977).„PLO er óumdeilanlegur fulltrúi þeirra í baráttunni“.Alþýðublaðið. bls. 6; 10.
  2. Magnús Þorkell Bernharðsson (2018).Mið-Austurlönd: Fortíð, nútíð og framtíð. Reykjavík: Mál og menning. bls. 203-204.ISBN 978-9979-3-3683-9.
  3. 12Mið-Austurlönd: Fortíð, nútíð og framtíð. bls. 205.
  4. „Blikur á lofti í Arabaríkjunum eftir ósigur PLO í Líbanon“.Morgunblaðið. 29. ágúst 1982. bls. 24-25.
  5. „Fáir kostir, og engir góðir“.Dagblaðið Vísir. 16. febrúar 1983. bls. 10.
  6. Bogi Þór Arason (8. janúar 2009).„Ofbeldi beitt í bland við góðgerðarstarf“.Morgunblaðið. bls. 20.
  7. Lilja Hjartardóttir (1. maí 2000).„Hernaður, hryðjuverk og hernumið fólk“.Tímarit Máls og menningar. bls. 7-8.
  8. „Sigur Abbas í höfn en erfitt starf framundan“.Fréttablaðið. 11. janúar 2005. bls. 6.
  Þessistjórnmálagrein erstubbur. Þú getur hjálpað til með því aðbæta við greinina.
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Frelsissamtök_Palestínu&oldid=1863240
Flokkar:
Falinn flokkur:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp