Framkölluð eftirspurn ereftirspurn sem verður til vegna aukinsframboðs á tilteknum gæðum. Þetta er í samræmi við lögmálframboðs og eftirspurnar þar sem aukið framboð lækkarverð gæðanna sem leiðir til aukinnar eftirspurnar.
Hugtakið er sérstaklega notað umumferðarmannvirki sem er ætlað að leysa umferðarhnúta með því að aukaumferðarrýmd vegakerfisins. Síðan kemur í ljós að með betra flæði finnst fólki ákjósanlegri að nota leiðina en áður og smám saman fyllist hún. Innan skamms tíma er því umferðarhnúturinn orðinn sá sami og áður eða verrivegna aukins umferðarrýmis.[1][2] Ef dregið er úr umferðarrýmd, til dæmis meðgötumegrun, þá gerist hið gagnstæða, að umferð minnkar.[3] Framkölluð eftirspurn bendir til þess að sú aðferð sem virðist vera augljós til að takast á við tafir í umferð, sé í raun gagnslaus og jafnvel skaðleg. SkipulagsfræðingurinnJeff Speck kallaði framkallaða eftirspurn „svarthol“ í skipulagsfræðunum, sem allir virðast tilbúnir að fallast á, en enginn tilbúinn til að miða við.[4]