frjálsa alfræðiritið semallir geta unnið að.
Írska borgarastyrjöldin var háð áÍrlandi frá1922 til1923 á milli stuðningsmanna og andstæðingaensk-írska sáttmálans sem írskir sjálfstæðisleiðtogar höfðu samið viðBreta í kjölfarírska sjálfstæðisstríðsins í desember árið 1921. Meirihluti Íra fylgdiArthur Griffith ogMichael Collins, meðlimum í fyrstu ríkisstjórnírska fríríkisins sem sáttmálinn hafði stofnsett, að málum. Minnihluti landsmanna fylgdiÉamon de Valera að málum og vildi hafna skilmálum sáttmálans. Stríðið braust út eftir að stuðningsmenn sáttmálans unnu sigur í þingkosningum árið 1922. Í stríðinu féllu um 4.000 Írar í valinn á tæpu ári. Átökunum lauk með sigri samningssinna fríríkisstjórnarinnar gegn samningsandstæðingunum.
Borgarastríðið hafði djúpstæð áhrif á stjórnmál Írlands sem enn gætir í dag. Tveir helstu stjórnmálaflokkarírska lýðveldisins,Fianna Fáil ogFine Gael, rekja uppruna sinn til stríðsaðilanna í borgarastyrjöldinni.


Yfirstandandi:Borgarastyrjöldin í Jemen •Borgarastyrjöldin í Súdan •Innrás Rússa í Úkraínu /Stríð Rússlands og Úkraínu •Stríð Ísraels og Hamas
Nýleg andlát:Helgi Pétursson (16. nóvember) •James D. Watson (6. nóvember) •Dick Cheney (3. nóvember)
|