Flauta erblásturshljóðfæri sem fundið var upp fyrir 30.000 til 37.000 áru, en sumar gamlar flautur eru allt að 43.000 ára gamlar. Til eru mismunandi gerðir af flautum, til dæmispikkólóflauta,altflauta ogbassaflauta. Allar tegundir flauta eiga það sameiginlegt að ganga fyrir lofti og gefa frá sér samfleytt hljóð.
Að flauta er einnig sagnorð og þýðir að munda varirnar í kríng og blása svo að það kemur skært hljóð (sjáflaut). Að flauta krefst æfingar.
Fornar flautur eins og þær sem notaðar voru ásteinöld voru oft gerðar úrbeinum dýra sem drápin höfðu verið til matar. Stórt bein var tekið úr dýrinu,mergurinn fjarlægður og göt gerð þá í. Svo var blásið í.
Í upphafi voru flautur oftast gerðar úr beini eðatimbri en nú á dögum eru þær yfirleitt gerðar úrsilfri eða öðrummálmi. Þverflautan er gerð úr þrem stykkjum og hægt að taka hana í sundur. Á flautunni eru yfirleitt að minnsta kosti 13 göt sem flautarinn getur lokað og breytt þannig tónhæð. Tóninn ræðst af „stellingu“ varanna og því hvaða göt er lokað fyrir. Þó erfitt sé að sjá þá á flautunni er hún keilulaga.
Fyrsta nútímaflautan var fundin upp árið1832 afTheobald Boehm. Einhvers konar flautuhljóðfæri hafa þó verið þekkt mun lengur og í raun er ómögulegt að segja nákvæmlega hvenær þau koma fram —fornegyptar spiluðu á slík flautur og mörg samfélög fyrir þeirra tíma sem var í gamla daga.
Margar tegundir eru til af flautum, t.d. sú sem spilað er á þannig að hún vísi beint fram kallastblokkflauta og sú sem telst þverlæg — líkt og sú flauta sem allir þekkja flest — kallastþverflauta. En það er flauta sem liggur þvert yfir munnvik flautarans og þegar blásið er kemur flaut.
Hljóðið myndast þegar flautuleikarinn blæs lofti þvert á lítið gat við annan enda hljóðfærisins, þá myndar blásið titring og loftið innan hólksins kemst á hreyfingu og gerir flaut. Hljóðfærir flauta magnar upp hljóðið sem myndast þegar blásið er í flautuna.