Flatormar (fræðiheiti: Platyhelminthes - komið afgríska orðinu πλατύ ("flatt") og ἕλμινς ("ormur")) erfylking tilölulega einfaldratvíhliða dýra með mjúkan- og óliðskiptan líkama. Flatormar hafa ekkilíkamshol (coelom),blóðrásarkerfi eðaöndunarfæri heldur hafa þeir mjóan og/eða flatan líkama sem gerir þeim kleift að stunda efnaskipti í gegnum húðina. Flestir flatormar hafa aðeins eitt op á meltingarveginum. Tæplega 30.000 tegundir flatorma eru þekktar í heimunum.
Flestir flatormar eru frílifandi eðasníkjudýr sem lifa í sjó, ferskvatni, á landi og á- eða í líkömum annarra dýra. Áður fyrr voru flatormar flokkaðir íflokka eftir útliti og lifnaðarháttum þar sem frílifandi flatormar voru í flokkiTurbellaria, einsníkjur íMonogenea, ögður íDigenea og bandormar íCestoda. Nú skiptast flatormar í tvo flokka, hinn tegundafámennaCatenulida ogRhabditophora sem inniheldur nánast allar þekktar flatormategundir.