Upphaflega skiptu portúgalskir og franskir kaupmenn á 15. og 16. öld vesturströnd Afríku gróflega í fjórar „strendur“ eftir aðalútflutningsvörum á hverjum stað. Ströndin sem Frakkar kölluðuCôte d'Ivoire og PortúgalarCosta Do Marfim — sem bæði merkja bókstaflega „Fílabeinsströnd“ — var á milli landsvæða sem þá voru þekkt semGuiné de Cabo Verde, eða „Efri-Gíneu“ viðCap-Vert, og Neðri-Gíneu.[1][2] Auk Fílabeinsstrandarinnar voru „Piparströndin“, líka þekkt sem „Kornströndin“ (núLíbería), „Gullströndin“ (núGana) og „Þrælaströndin“ (núTógó,Benín ogNígería). Nafnið „Fílabeinsströndin“ vísar til helstu verslunarvörunnar á þeim hluta strandarinnar:fílabeins.[3][1][4][2][5]
Önnur nöfn voru meðal annarsCôte de Dents, „Tannaströndin“, sem líka vísaði til verslunar með fílabein;[6][7][3][2][5][8]Côte de Quaqua, eftir fólki sem Hollendingar nefndu Quaqua (líka ritað Kwa Kwa);[7][1][9] Fimm- og sexrenda ströndin, eftir klæðaefni úr bómull sem líka var verslað með á þeim stað;[7] ogCôte du Vent, „Kulborðsströndin“, eftir staðvindum undan ströndinni.[3][1] Hægt er að finna heitiðCote de(s) Dents víða í eldri ritum[7] en á 19. öld varðCôte d'Ivoire ofan á.[7]
Strandlengja nútímaríkisins er ekki alveg samstæð því sem kaupmenn á 15. og 16. öld kölluðu Fílabeinsströndina. Hún var talin fráPalmashöfða aðÞriggja skaga höfða og nær því yfir strandlengu sem skiptist milli nútímaríkjanna Gana, Fílabeinsstrandarinnar og Líberíu.[6][4][8][9] Landið hélt nafninu á nýlendutímanum og við sjálfstæði 1960.[10] Nafnið hefur lengi verið þýtt á önnur mál líkt og á íslensku, og nefnist til dæmisElfenbeinküste á þýsku,Costa d'Avorio á ítölsku ogNorsunluurannikko á finnsku).[11] Eftir að landið fékk sjálfstæði hefur ríkisstjórn landsins sagt að þessi mikli fjöldi útgáfa af nafninu skapi vandræði í alþjóðasamskiptum utan við hinn frönskumælandi heim. Árið 1986 lýsti stjórnin því yfir að Côte d'Ivoire (eða lengri útgáfan République de Côte d'Ivoire[12]) skyldi verða formlegt heiti landsins í alþjóðasamskiptum, og hefur síðan þá neitað að viðurkenna eða samþykkja neinar þýðingar.[11][13][14] Þrátt fyrir óskir ríkisstjórnar landsins hafa önnur málsvæði haldið áfram að nota þýðingu heitisins í fjölmiðlum og útgáfu af ýmsu tagi.
Fílabeinsströndin er land í vesturhlutaAfríku sunnan Sahara. Það á landamæri aðLíberíu ogGíneu í vestri,Malí ogBúrkína Fasó í norðri,Gana í austri, og strönd aðGíneuflóa við Atlantshafið í suðri. Landið er að mestu milli 4. og 11. breiddargráðu norður og 2. og 9. lengdargráðu vestur. Um 64,8% landsins eru landbúnaðarland, þar af 9,1 ræktarland, 41,5% beitilönd og 14,2% fjölærar nytjajurtir. Vatnsmengun er ein stærsta umhverfisáskorunin sem landið glímir við.[15]