Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Everestfjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Everestfjall
Everestfjall séð frá Kala Patthar
Everestfjall séð fráKala Patthar
Hæð8848,86 m yfirsjávarmáli
StaðsetningLandamæriNepal ogKína (Tíbet)
FjallgarðurHimalajafjöll

Everest (þekkt semSagarmāthā íNepal ogChomolungma íTíbet) er hæstafjalljarðar, alls 8.848,86metrar yfirsjávarmáli samkvæmt opinberum mælingum kínverska ríkisins frá október 2005.Tindur þess er íTíbet enfjallshryggurinn neðan hans aðskilurNepal og Tíbet, þ.e.a.s. aðlandamæri þeirra liggja um hrygginn.

Árið 1865, var Everest valið sitt formlega nafn á ensku af hinu Konunglega Félagi um Landafræði (the Royal Geographical Society), eftir uppástungu Andrew Waugh, sem gegndi nokkurs konar stöðu við kortlagningar innan breska stjórnarinnar á Indlandi, og valdi hann nafn forvera síns í því starfi, SirGeorge Everest, og var það góðtekið þrátt fyrir andmæli hans.

Meira en 4000 manns hafa klifið fjallið en yfir 340 manns hafa látist við það.[1] Árið 2015 hrundi hið svokallaðaHillary þrep sem var 12 metra klettaveggur nálægt tindinum.[2]

Mikið af rusli hefur safnast upp á leiðum fjallsins en árið 2018 var til dæmis gert átak í losun þess og fyrirhugað er að fljúga burt með 100 tonn af ruslinu. Súrefniskútar, dósir og klifurbúnaður er áberandi.[3]

Fyrstu menn á fjallið

[breyta |breyta frumkóða]
Hillary og Norgay.

Fyrstumenn á tindinn voruNý-SjálendingurinnEdmund Hillary ognepalskurleiðsögumaður hans,Tenzing Norgay, og náðu þeir tindinum29. maí1953 um 11:30 aðmorgni. Þetta var níundi breski leiðangurinn.

Vangaveltur eru þó uppi um það hvort BretarnirGeorge Mallory ogAndrew Irvine hafi komist á tindinn 24 árum áður, en þeir týndust báðir á fjallinu. Lík George fannst árið 1999 í 8530 metra hæð. Lík Irvine fannst árið 2024 þegar það kom undan jökli.[4]

Tvær vísbendingar gefa sérstaklega til kynna að þeir félagar hafi komist á tindinn:

  • George Mallory var vanur að vera með mynd af eiginkonu sinni í vasanum. Myndin fannst hins vegar ekki og því er haldið að Mallory hafi grafið myndina í ísinn á tindinum.
  • Snjógleraugu George voru í vasa hans, sem bendir til þess að þeir hafi verið á göngu að nóttu til og fallið. Ef þeir hafi náð tindinum seinni part dags hafa þeir þurft að ganga niður um kvöldið og nóttina og þá er ekki þörf fyrir gleraugun.[heimild vantar]

Íslendingar á Everest

[breyta |breyta frumkóða]

Fyrstu Íslendingarnir til að klífa Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon sem komust á tind fjallsins að morgni21. maí1997.

  • Leifur Örn Svavarsson er eini Íslendingurinn sem komist hefur á topp Everest oftar en einu sinni. Fyrst náði Leifur toppi Everest 23. maí 2013 og aftur 23. maí 2019. Fyrri ferðina fór Leifur að norðanverðu en allir aðrir hafa farið að sunnanverðu.
  • Ingólfur Geir Gissurarson 21. maí 2013.
  • Bjarni Ármannsson og Lýður Guðmundsson 23. maí 2019.
  • Heim­ir Fann­ar Hall­gríms­son og Sig­urður Bjarni Sveins­son náðu toppi Everest fjalls sunnudaginn 23. maí 2021.
  • Höskuldur Tryggvason komst á toppinn 21. maí 2024. Daginn eftir skellti hann sér á topp Lohtse sem er 8.516 m.y.s. (4 hæsta fjall heims)

Tengill

[breyta |breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta |breyta frumkóða]
  1. Death in the clouds: The problem with Everests 200+ bodies BBC, skoðað 24. maí, 2017.
  2. Þrír Everest-farar látnir og einn týndur Rúv, skoðað 22. maí, 2016.
  3. Everest clean-up campaign aims to airlift 100 tonnes of waste BBC, skoðað 18. mars, 2018.
  4. [https://www.bbc.com/culture/article/20250522-the-first-men-to-conquer-everests-death-zoneHow Hillary and Norgay survived the death zone to conquer Everest] BBC, sótt 26. maí, 2025
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Everestfjall&oldid=1917022
Flokkar:
Falinn flokkur:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp