|
Reial Club Deportiu Espanyol de Barcelona, S.A.D. |
|
Fullt nafn | Reial Club Deportiu Espanyol de Barcelona, S.A.D. |
Gælunafn/nöfn | Periquitos (Páfagaukarnir), Blanquiazules (Hvítbláir) |
---|
Stytt nafn | RCDE |
---|
Stofnað | 13. október 1900 |
---|
Leikvöllur | RCDE Stadium |
---|
Stærð | 40.000 áhorfendur |
---|
Stjórnarformaður | Chen Yansheng |
---|
Knattspyrnustjóri | Diego Martinez |
---|
Deild | Segunda División |
---|
2023-2024 | 4. sæti af 22. |
---|
|
Reial Club Deportiu Espanyol eðaEspanyol er katalónsktknattspyrnufélag með aðsetur í Cornellà de Llobregat ísuðvestur-Barcelona.
Espanyol var stofnað þann 13. október árið 1900 af nokkrum háskólanemum í Barcelona. Var það fyrsta knattspyrnufélagið á Spáni sem alfarið var stofnað af heimamönnum, en fyrri félög höfðu öll innihaldiðBreta sem búsettir voru í landinu. Espanyol var meðal þátttökuliða þegarspænska bikarkeppnin fór fyrst fram árið 1903. Þremur árum síðar lognaðist félagið út af vegna fjárhagsörðugleika og leikmenn þess gengu flestir til liðs viðX Sporting Club sem átti góðu gengi að fagna í knattspyrnukeppniKatalóníu á þeim árum. Árið 1909 var félagið endurreist og ári síðar tók það upp núverandi aðalbúning sinn, hvítar og bláröndóttar treyjur.
Espanyol er eitt þeirra mörgu spænsku félaga sem fengið hafa leyfi frá krúnunni til að kalla sigkonunglegt íþróttalið. Það varAlfons 13. sem veitti félaginu þá heimild. Á lýðveldistímanum hætti félagið tímabundið að kenna sig við konungsvaldið en tók það upp aftur að borgarastyrjöldinni lokinni. Ýmsar smábreytingar hafa verið gerðar á nafni félagsins í gegnum tíðina til að laga það að katalónskri stafsetningu o.fl.
Félagið varð nokkrum sinnum katalónskur meistari í knattspyrnu en lét minna fyrir sér fara á landsvísu. Espanyol varð þó bikarmeistari árin 1929 og 1940, í bæði skiptin eftir sigra áReal Madrid í úrslitum. Ekkert félag hefur keppt jafn oft íLa Liga án þess að ná að verða meistari.
Javier Clemente stýrði Espanyol frá 1986-89 og kom liðinu best í þriðja sæti árið 1987. Það gaf þátttökurétt íEvrópukeppni félagsliða leiktíðina á eftir. Þar sló Espanyol m.a. útítölsku stórliðinA.C. Milan ogInternazionale en tapaði í úrslitunum fyrirBayer 04 Leverkusen eftir vítaspyrnukeppni.
Árið 2000 varð Espanyol bikarmeistari í fyrsta sinn í 60 ár, eftir sigur áAtlético Madrid. Bikarmeistaratitillinn gaf keppnisrétt í UEFA bikarnum á nýjan leik og aftur komst Espanyol alla leik í úrslitaleikinn til þess eins að tapa á ný í vítaspyrnukeppni, að þessu sinni gegnSevilla FC.
Fjórði og síðasti bikarmeistaratitillinn vannst árið 2006 eftir sigur áReal Zaragoza.
Frá 2009-12 stýrðiArgentínumaðurinnMauricio Pochettino félaginu, en hann hafði áður leikið með Espanyol við góðan orðstír. Var þetta fyrsta þjálfarastarf hans. Í stjóratíð hans bar það helst til tíðinda að nýr heimavöllur var tekinn í notkun.