Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Eritrea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eritreu­ríki
ሃግሬ ኤርትራ
Hagere Ertra
Fáni EritreuSkjaldarmerki Eritreu
FániSkjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Ertra, Ertra, Ertra
Staðsetning Eritreu
HöfuðborgAsmara
Opinbert tungumáltígrinja,tígre,afaríska,bejamál,bilenska,kunamíska,naríska ogsahomál
StjórnarfarFlokksræði
ForsetiIsaias Afewerki
Sjálfstæði
  fráEþíópíu29. maí 1991 
Flatarmál
  Samtals
  Vatn (%)
99. sæti
117.600 km²
0,14
Mannfjöldi
  Samtals (2021)
  Þéttleiki byggðar
130. sæti
3.601.000
30,6/km²
VLF (KMJ)áætl.2020
  Samtals6,46 millj.dala (165. sæti)
  Á mann1.820 dalir (175. sæti)
VÞL (2019)Hækkun 0.459 (180. sæti)
Gjaldmiðillnakfa (ERN)
TímabeltiUTC+3
Þjóðarlén.er
Landsnúmer+291

Eritrea erland íAustur-Afríku með landamæri aðSúdan í vestri,Eþíópíu í suðri ogDjibútí í austri. Landið á langa strandlengju viðRauðahafið en handan þess eruSádí-Arabía ogJemen. Eritrea nær einnig yfirDahlak-eyjaklasann og hlutaHanish-eyja. Nafnið Eritrea er ítölsk útgáfa gríska heitisins Ἐρυθραία (Eryþraia) sem merkir „rautt (land)“.

Íbúar Eritreu tilheyra mörgum þjóðarbrotum en níu eru opinberlega viðurkennd. Flestir tala ýmissemísk eðakúsísk mál. Yfir helmingur talartígrinja ogTígrar eru um þriðjungur þjóðarinnar. Að auki eru þar ýmsir hóparNílóta sem talanílósaharamál. Um helmingur íbúa aðhyllistkristni og um helminguríslam.[1]

Konungsríkið Aksúm náði yfir það sem nú er Erítrea og norðurhluta Eþíópíu frá því um 100 til940 e.Kr.[2][3] Síðar var landið hluti af konungsríkinuMedri Bahri frá12. öld þar tilÍtalir hófu að leggja það undir sig frá1882 ásamt öðrum sjálfstæðum og hálfsjálfstæðum héruðum norðan við Eþíópíu.Ítalska Erítrea var formlega búin til árið1890. EftirAnnað Abyssiníustríðið1936 lögðu Ítalir Eþíópíu undir sig og sameinuðu Erítreu undir heitinuÍtalska Austur-Afríka. Andspyrna gegn hernámi Ítala var útbreidd í Eþíópíu. Árið1940 lögðu Ítalir síðanBreska Sómalíland undir sig. Eftirorrustuna um Keren1941 tókuBretar við stjórn landsins til1951 þegar Erítrea varð sambandsríki innan Eþíópíu. Landið var með eigið þing en var síðan innlimað1960. Þá hófst vopnuð sjálfstæðisbarátta sem stóð þar til landið fékkde facto sjálfstæði1991 (opinberlega viðurkennt 1993). Mannskætt stríð blossaði upp milli ríkjanna1998 út af landamæradeilum, og lauk formlega meðAlsírsáttmálanum2000.

Í Eritreu erflokksræði og kosningar til þings og forseta hafa aldrei verið haldnar þar.Isaias Afwerki hefur verið forseti frá því landið fékk formlega sjálfstæði árið 1993. Samkvæmt samtökunumHuman Rights Watch er orðspor stjórnar Eritreu í mannréttindamálum með því versta sem gerist í heiminum. Stjórn landsins hefur hafnað þessum ásökunum með þeim orðum að þær séu af pólitískum rótum.[4] Fjölmiðlafrelsi í Eritreu er mjög takmarkað og samtökinPress Freedom Index hafa oftast sett landið í neðstu sætin.Blaðamenn án landamæra telja fjölmiðlafrelsi í Eritreu vera það minnsta í heimi, þar sem allir fjölmiðlar eru undir strangri stjórn yfirvalda.[5]

Eritrea er aðili aðAfríkusambandinu,Sameinuðu þjóðunum,Alþjóðaþróunarstofnuninni og á áheyrnaraðild aðArababandalaginu ásamt Brasilíu og Venesúela.[6]

Heiti

[breyta |breyta frumkóða]

Nafn landsins Eritrea er dregið af grísku heitiRauðahafs, Ἐρυθρὰ ΘάλασσαEryþra Þalassa, sem er dregið af lýsingarorðinu ἐρυθρόςeryþros sem merkir „rauður“. Það var fyrst tekið upp sem formlegt heiti landsins þegar nýlendanÍtalska Eritrea (Colonia Eritrea) var stofnuð.[7] Nafnið hélt sér síðan eftir að Bretar og síðar Eþíópía tóku yfir stjórn landsins, og fékk formlega staðfestingu íþjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Eritreu 1993 ogStjórnarskrá Eritreu frá 1997.[8]

Stjórnmál

[breyta |breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar

[breyta |breyta frumkóða]

Eritrea skiptist í sexhéruð. Þau skiptast síðan aftur í 58umdæmi.

Kort af héruðum Eritreu: 1. Norðanvert Rauðahaf, 2. Anseba, 3. Gash-Barka, 4. Miðhérað, 5. Suðurhérað, 6. Sunnanvert Rauðahaf.
Héruð Eritreu
HéraðStærð (km2)Höfuðstaður
Miðhérað1.300Asmara
Anseba2.200Keren
Gash-Barka33.200Barentu
Suðurhérað8.000Mendefera
Norðanvert Rauðahaf27.800Massawa
Sunnanvert Rauðahaf27.600Assab

Héruð Eritreu eru helstu stjórnsýslueiningar landsins. Þegar Eritrea fékk sjálfstæði árið 1993 skiptist landið í tíu sýslur sem voru svipaðar og þær níu sýslur sem landinu var skipt í á nýlendutímanum. Áirð 1996 var þeim fækkað í sex héruð (zoba). Landamæri héraðanna miðast við vatnaskil.

Tilvísanir

[breyta |breyta frumkóða]
  1. Eritrea.The World Factbook.Central Intelligence Agency.
  2. Munro-Hay, Stuart (1991)Aksum: An African Civilization of Late AntiquityGeymt 23 janúar 2013 íWayback Machine. Edinburgh: University Press, p. 57ISBN 0-7486-0106-6.
  3. Henze, Paul B. (2005)Layers of Time: A History of Ethiopia,ISBN 1-85065-522-7.
  4. „HUMAN RIGHTS AND ERITREA'S REALITY“(PDF).E Smart. E Smart Campaign. Afrit afupprunalegu(PDF) geymt þann 19. ágúst 2014. Sótt 12. júní 2013.
  5. „Eritrea: A dictatorship in which the media have no rights“.rsf.org. Reporters Without Borders. Sótt 26. apríl 2021.
  6. Arab League Fast Facts – CNN.comGeymt 29 janúar 2016 íWayback Machine. Edition.cnn.com (18. mars 2016). Sótt 5. júní 2016.
  7. Dan Connell; Tom Killion (14 október 2010).Historical Dictionary of 0Eritrea. Scarecrow Press. bls. 7–.ISBN 978-0-8108-7505-0.
  8. "Today, 23 May 1997, on this historic date, after active popular participation, approve and solemnly ratify, through the Constituent Assembly, this Constitution as the fundamental law of our Sovereign and Independent State of Eritrea."The Constitution of Eritrea (eritrean-embassy.se)Geymt 4 nóvember 2016 íWayback Machine
  ÞessiAfríkugrein erstubbur. Þú getur hjálpað til með því aðbæta við greinina.
Lönd íAfríku
Norður-Afríka
Vestur-Afríka
Mið-Afríka
Austur-Afríka
Sunnanverð Afríka
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Eritrea&oldid=1914972
Flokkur:
Faldir flokkar:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp