Þessi grein fjallar um stjórnarfar sem skal ekki ruglast saman við „einvalda“ stak innan stærðfræðinnar.
Einveldi er tegundstjórnarfars þar sem einvaldurinn — oftastkonungur — hefur algjörvöld til þess að stýralandinu og íbúum þess. Hann er eina uppspretta og trygginglaga og réttar og er því ekki sjálfur bundinn aflögum. Einvaldurinn var talinn hafa vald sitt beint fráGuði og þannig hafa ótakmörkuð völd yfir öllum landsmönnum, jafnvelaðlinum.
Kort sem sýnir ólíkt stjórnarfar eftir löndum, einveldi sýnt með fjólubláum lit
Einveldi var ríkjandi stjórnarfar í mörgumEvrópulöndum á17.–19. öld og eitt besta dæmið um einveldi erstjórnartíðLoðvíks XIV íFrakklandi. Einveldið varð til úrlénsskipulaginu sem áður var ríkjandi en þar var konungurinn aðeins „fremstur meðal jafningja“ í aðalsstétt. Þótt konungstign héldist að jafnaði innan konungsfjölskyldunnar, var konungur valinn ákjörþingum þar sem æðstu aðalsmenn,greifar eðakjörfurstarkusu konung, oft með fyrirvara um samþykkt einhvers konarréttindaskrár,skattafríðinda og annarra skilyrða sem komu aðlinum til góða. Með einveldinu gekk konungstignin íarf samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum um erfðarétt meðlima konungsfjölskyldunnar.
Öflugri og dýrariherir kölluðu á meirimiðstýringu sem varð til þess að smám saman jukust völd einvalda á kostnað aðalsins. Með aukinniverslun ogborgamyndun í Evrópu varð einnig meiri losarabragur á þeim nánu tengslumlénsherra, undirsáta og landseta sem verið höfðu við lýði síðan ámiðöldum, þannig að staða lénsveldisins veiktist til muna. Einveldisfyrirkomulagið lagði grundvöllinn aðþjóðríkjum Evrópu, ogríkisvald eins og við þekkjum það í dag varð til þegar konungur fór að stjórna þegnum sínum án milligöngu aðalsins, í gegnum ráðherra og embættismenn sem hann skipaði sjálfur.
Með því að konungstignin gekk sjálfkrafa til næsta erfingja konungsins, gátu orðið til konungar sem voru óhæfir til að stjórna. Geðveikir einvaldar eins ogGeorg III. áEnglandi ogKristján VII. íDanmörku gátu valdið miklum vandræðum án þess að nokkur gæti komið í veg fyrir valdatöku þeirra eða sett þá af. Einveldistímabilið einkenndist einnig af valdabaráttu milli aðalsins ogborgarastéttarinnar sem kepptust um að ná ítökum í ríkisstjórnum einvaldanna.