Þeir unnuGrammy-verðlaunin sex sinnum.[1] Hljómsveitin er í 75. sæti yfir bestu hljómsveitir allra tíma að mati tímaritsinsRolling Stone[2] og á breiðskífu í 37. sæti yfirbestu breiðskífur allra tíma.[3] Þeir eiga jafnframt mest seldu plötu í Bandaríkjunum,Their Greatest Hits 1971-1975.[4]
Eagles hættu í júlí 1980 en tóku aftur saman árið 1994 fyrir breiðskífunaHell Freezes over. Þeir voru á stífu tónleikaferðalagi síðan þá og komust inn íRock and Roll Hall of Fame árið 1998.[5] Árið 2007 gáfu þeir útLong Road out of Eden, fyrstu breiðskífu sína í 28 ár. Glenn Frey lést í New York þann 18. janúar 2016 eftir baráttu við veikindi. Eftir andlát Frey ákvað The Eagles að leggja upp laupana árið 2016. Samt sem áður hélt hljómsveitin áfram næsta ár.