Doris Day |
|---|
 Doris Day árið 1957. |
| Upplýsingar |
|---|
| Fædd | Doris Mary Kappelhoff 3. apríl1922 Cincinnati,Ohio,Bandaríkjunum |
|---|
| Dáin | 13. maí2019 (97 ára) Carmel Valley,Kaliforníu,Bandaríkjunum |
|---|
| Ár virk | 1939–1989 |
|---|
| Maki | Al Jorden (g. 1941; skilin 1943) George Weidler (g. 1946; skilin 1949) Martin Melcher (g. 1951; skilin 1968) Barry Comden (g. 1976; skilin 1981) |
|---|
| Börn | Terry Melcher |
|---|
| Undirskrift |  |
|---|
| Helstu hlutverk |
|---|
Jan Morrow íPillow Talk Jennifer Nelson íThe Glass Bottom Boat Ruth Etting íLove Me or Leave Me |
Doris Day (fædd undir nafninuDoris Mary Kappelhoff; 3. apríl 1922 – 13. maí 2019) var bandarísk leikkona og söngkona. Hún var einnig þekkt sem baráttukona fyrir dýravelferð.
Day hóf feril sinn sem dansari og sóttist eftir ferli íballettdansi, en eftir að hún fótbrotnaði neyddist hún til að skipta um starfsgrein og gerðist söngkona í hljómsveitum árið 1939.[1] Hún komst til metorða árið 1945 með söng sínum í tveimur lögum sem komust efst á vinsældalista: „Sentimental Journey“ og „My Dreams Are Getting Better All the Time“ með hljómsveitinni Les Brown & His Band of Renown. Day gekk síðan úr hljómsveitinni, hóf feril sem einsöngvari og hljóðritaði rúmlega 650 söngva frá 1947 til 1967.
Day hóf feril í kvikmyndum á seinni hluta klassíska tímans íHollywood með kvikmyndinniRomance on the High Seas árið 1948 og átti eftir að vinna sem leikkona í Hollywood næstu 20 árin. Hún lék aðalhlutverk í margs konar kvikmyndum, meðal annars í söngleikjum, gamanleikjum og í dramamyndum. Hún lék titilhlutverkið í kvikmyndinniCalamity Jane (1953) og lék á mótiJames Stewart í kvikmyndinniThe Man Who Knew Too Much (1956) eftirAlfred Hitchcock. Þekktustu hlutverk hennar voru í kvikmyndum þar sem hún lék á mótiRock Hudson, og má þar helst nefna myndinaPillow Talk frá árinu 1959. Day var tilnefnd tilÓskarsverðlauna sem besta leikkonan fyrir leik sinn í myndinni. Hún vann einnig meðJames Garner í myndunumMove Over, Darling (1963) ogThe Thrill of It All (1963) og lék á ferli sínum á mótiClark Gable,Cary Grant,James Cagney,David Niven,Jack Lemmon,Frank Sinatra,Richard Widmark,Kirk Douglas,Lauren Bacall ogRod Taylor í ýmsum kvikmyndum. Eftir að Day hætti að birtast í kvikmyndum árið 1968 varð hún aðalleikonan í eigin sjónvarpsþáttum,The Doris Day Show, sem sýndir voru til ársins 1973.
Day var ein af frægustu kvikmyndastjörnum heims á sjöunda áratuginum og var árið 2012 ein af átta skemmtikröftum sem höfðu komist fjórum sinnum efst á vinsældalista í bandarískum kvikmyndahúsum.[2][3] Árið 2011 gaf Day út 29. hljómplötu sína,My Heart, og komst á metsölulista í Bretlandi. Hún hlautGrammy-verðlaun fyrir ævistarf sitt og Legend-verðlaunin frá bandaríska Söngvarasambandinu. Árið 1989 hlaut hún einnig Cecil B. DeMilne-verðlaunin fyrir ævistörf sín í kvikmyndum. Árið 2004 var hún sæmdFrelsisorðu Bandaríkjaforseta og hlaut síðan verðlaun fyrir ævistörf sín frá Gagnrýnendasambandi Los Angeles árið 2011.