Árið 2013 náði Danmörk, að Grænlandi og Færeyjum meðtöldum, yfir 1419 eyjar sem eru stærri en 100 m². 443 af þeim hafa nöfn og 78 eru byggðar.[1] Danmörk sjálf samanstendur afJótlandsskaga, sem gengur til norðurs út úr meginlandi Evrópu, og 406 eyjum. Stærsta eyjan erSjáland þar sem höfuðborgin,Kaupmannahöfn, er. Á eftir komaFjón,Vendsyssel-Thy ogAmager. Landslag í Danmörku einkennist af tiltölulega flöturæktarlandi, sandströndum ogtempruðu loftslagi. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Vestan megin eruNorðursjór ogVaðhafið, norðan megin erSkagerrak, en austan megin eruKattegat,Eyrarsund ogEystrasalt. Sunnan megin á Danmörk 68 km löng landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands. Íbúar Danmerkur eru tæplega 6 milljónir, og af þeim búa 800.000 í höfuðborginni, Kaupmannahöfn (um 2 milljónir á höfuðborgarsvæðinu). Aðrar stórar borgir í Danmörku eruÓðinsvé á Fjóni,Árósar,Álaborg,Esbjerg,Randers,Kolding,Horsens ogVejle á Jótlandi.
Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Konungsríkið er talið stofnað á 8. öld og varð brátt öflugt sjóveldi sem tókst á um yfirráð yfir Eystrasalti við nágrannaríki. Árið 1397 mynduðu konungsríkin Noregur, Danmörk og SvíþjóðKalmarsambandið sem stóð þar til Svíþjóð klauf sig úr því árið 1523. Eftir það var talað um Dansk-norska ríkið eðaDanaveldi, sem náði líka yfirÍsland,Noreg,Dönsku Vestur-Indíur ogDönsku Austur-Indíur. Danaveldi átti miklar lendur austan Eyrarsunds (Skán,Halland ogBlekinge) og bæði héruðinSlésvík ogHoltsetaland, auk þess sem landamærin náðu suður fyrirHamborg þegar veldið var sem mest. Eftir röð ósigra á 17. öld gengu löndin austan Eyrarsunds til Svíþjóðar. Á nítjándu öld gekk Noregur úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir sænska konunginum, og við uppgang Þýskalands á 19. öld missti Danmörk Holtsetaland og hluta Slésvíkur. Árið 1849 vareinveldið lagt niður ogþingbundin konungsstjórn tók við. Útflutningur á landbúnaðarafurðum efldist á síðari hluta 19. aldar. Árið 1933 lagðiKanslergade-samþykktin grunninn að því að gera Danmörk aðvelferðarríki meðblandað hagkerfi. Danmörk var hlutlaus ífyrri heimsstyrjöld en Þjóðverjar hernámu landið ísíðari heimsstyrjöld. Árið 1944 sagðiÍsland sig úr konungssambandi við Danmörku sem hafði verið í gildi frá 1918. Árið 1973 varð Danmörk hluti af því sem í dag erEvrópusambandið. Færeyjar kusu hins vegar að standa utan þess og Grænland kaus að segja sig úr sambandinu árið 1982. Danmörk er með tvær undanþágur fráEvrópulögum, meðal annars hvað varðar gjaldmiðilinn,dönsku krónuna.
Mikið er deilt um orðsifjar „Danmerkur“, sambandið milli Dana og Danmerkur og sameiningu Danmerkur í eina þjóð. Deilurnar snúast um forskeytið „Dan“ og hvort það eigi við ættflokkinnDanir eða konunginnDan, og merkingu viðskeytisins „-mörk“. Oftast er forskeytið talið eiga rætur að rekja til orðs sem þýðir „flatt land“, tengtþýska orðinuTenne „þreskigólf“,enskaden „ hellir“ ogsanskrítdhánuṣ- (धनुस्; „ eyðimörk“). Viðskeytið „-mörk“ er talið eiga við skóga íSuður-Slésvík, kannski svipað nöfnunumFinnmörk,Heiðmörk,Þelamörk ogÞéttmerski. Ífornnorrænu var nafnið stafaðDanmǫrk.
Fyrsta þekkta notkun orðins „Danmörk“ í Danmörku sjálfri er áJalangurssteininum, sem erurúnasteinar taldir hafa verið settir upp afGormi gamla (um árið 955) ogHaraldi blátönn (um árið 965). Orðið „Danmörk“ er notað á báðum steinunum, íþolfalli „tanmaurk“ ([danmɒrk]) á stóra steininum og íeignarfalli „tanmarkar“ ([danmarkaɽ]) á litla steininum. Íbúar Danmerkur eru kallaðir „tani“ ([danɪ]) eða „Danir“ á steinunum. Vegna þessa eru steinarnir stundum kallaðir „skírnarvottorð Danmerkur“.[2]
Í Danmörku hafa fundist steinar sem getgátur eru um að menn hafi mótað, fráEem-hlýskeiðinu fyrir allt að 120.000 árum síðan, en það er mjög umdeilt.[3] Elstu fornleifar sem öruggt er að tilheyri mannabyggð eru um 15.000 ára gamlar. Meðmannerfðarannsóknum hafa vísindamenn getið sér til um þrjár „bylgjur“ fólksflutninga til Danmerkur: Fyrir 10-8.000 árum, áfornsteinöld, komu veiðimenn sem voru smávaxnir, dökkir á hörund og með blá eða grá augu; Fyrir 6.000 árum kom svo fólk sem hóflandbúnað við upphafnýsteinaldar; Síðustu stóru fólksflutningarnir voruhirðingjar sem komu fyrir um 5.000 árum (Jamna-menningin) frá Austur-Evrópu með þaðindóevrópska mál semdanska þróaðist frá.[4]
Frá8. öld til11. aldar voru Danir meðal þeirra norrænu þjóða sem voru þekktar semvíkingar, og versluðu og herjuðu um alla Evrópu. Í mörgum heimildum eru allir víkingar nefndir „Danir“, þótt gera megi ráð fyrir að þeir hafi líka komið frá núverandi Noregi og Svíþjóð, og jafnvel Norðaustur-Þýskalandi. Víkingar stofnuðuDanalög á Englandi og stofnuðu smákóngadæmi eða lénsveldi áÍrlandi,Skotlandi ogFrakklandi (Normandí). Undirstaða þessarar velgengni voru flotar hraðskreiðra og sjófærravíkingaskipa sem gerðu þeim kleyft að sigla alla leið tilGrænlands ogNorður-Ameríku.
Allt frá 8. öld tala frankverskar heimildir um konunga í Danmörku, þótt óljóst sé hverjir þeir voru eða yfir hvaða löndum þeir ríktu. Um 965 innleiddiHaraldur blátönnkristni í Danmörku. Hugsanlega gerði hann það til að forða innrás fráHeilaga rómverska ríkinu sem efldist á sama tíma. Hann reistiJalangurssteinana tvo yfir foreldra sína,Gorm gamla ogÞyri Danabót. Hann lét líka reisa minnst fimmhringborgir víðs vegar um Danmörku.[5] Danakonungar lögðu alltEngland undir sig tvisvar, 1013 og 1016, en eftir látKnúts mikla leystistNorðursjávarveldi þeirra upp.[6][7] ÞegarSveinn Ástríðarson varð konungur árið 1047 lauk víkingaöld í Danmörku.
Á þessum tíma náði Danmörk yfir Jótland og eyjarnar, aukHallands,Blekinge ogSkánar, austan Eyrarsunds. Auk þess voru Danakonungar jafnframt hertogar afSlésvík ogHoltsetalandi. Danmörk var því mun stærri en hún er í dag. Danir ríktu líka yfirEistlandi um tíma og lögðu oft undir sigVíkina í Noregi. Áhámiðöldum áttu Danakonungar iðulega í átökum viðHansasambandið og keisara Heilaga rómverska ríkisins. Árið 1397 gekk Danmörk íkonungssamband við Noreg og Svíþjóð undir stjórnMargrétar miklu.Kalmarsambandið stóð til ársins 1523 þegar Svíar sögðu sig frá því og kusu sér eigin konung.Siðaskiptin voru innleidd í Danmörku 1536 eftir sigurKristjáns 3. íGreifastríðinu.
Frúarkirkjan í ljósum logum 1807, á málverki eftir C.W. Eckersberg.
Eftir siðaskiptin gengu eigur kirkjunnar í öllu Danaveldi (þar á meðal á Íslandi, Færeyjum og Noregi) til konungs. Konungsvaldið efldist í kjölfarið og varð sjálfstæðara gagnvart landeigendaaðlinum. Auk þess gafEyrarsundstollurinn konungi sjálfstæðar tekjur sem hann gat nýtt til hallarbygginga og stríðsreksturs. Þegarþrjátíu ára stríðið braust út í Evrópu 1618 ákvaðKristján 4. að veita mótmælendum í Þýskalandi lið. Það fór illa og konungur samdi frið við keisarann. Í stað Dana urðu Svíar áhrifamiklir í stríðinu og í nokkur skiptiherjuðu þeir á Danmörku. Afleiðingin var að Danir misstu lönd sín í núverandi Suður- og Suðvestur-Svíþjóð meðHróarskeldusáttmálanum1658.
Þrátt fyrir þessa ósigra er litið á valdatíð Kristjáns 4. sem stórveldistíma. Hann reisti hallir í endurreisnarstíl á borð viðRósenborgarhöll,Friðriksborgarhöll ogKrónborgarhöll, stofnaði danskar nýlendur áIndlandi (Tranquebar) og þar sem nú erGana (Kristjánsborgarvirki). Danir tóku virkan þátt íAtlantshafsversluninni með þræla frá Afríku til Nýja heimsins og í tíðFriðriks 3. stofnuðu Danir nýlendu í Vestur-Indíum (Dönsku Vestur-Indíur). Ósigrarnir gegn Svíum leiddu til átaka milli borgarastéttarinnar og aðalsins sem Friðrik nýtti til að koma áeinveldi árið 1660. Með einveldinu varð til nútímalegt ríkisvald með ráðuneytum og ráðherrum skipuðum úr borgarastétt.
Við dönsku hirðina varð til embættisaðall, undir menningarlegum áhrifum frá Frakklandi og Þýskalandi.Mikill bruni varð í Kaupmannahöfn árið 1728.Vistarband var innleitt 1730 til að hjálpa aðlinum að halda í bændur og bændasyni. Það var afnumið 1788 til 1800. Á síðari hluta 18. aldar blómstraði landbúnaður í Danmörku með verslun við bæði Frakkland og Bretland sem áttu oft í stríði. ÍNapóleonsstyrjöldunum 1807 gerðu Bretarstórskotaliðsárás á Kaupmannahöfn sem olli mikilli eyðileggingu. Í friðarsamningunum í kjölfarið misstu Danir yfirráð yfir Noregi, sem gekk í konungssamband við Svíþjóð. Færeyjar, Ísland og Grænland heyrðu þó áfram undir Danaveldi.
Í kjölfar styrjaldanna varÞýska ríkjasambandið stofnað. Danakonungar voru lénsherrar í þýskumælandi ríkjunum Slésvík, Holtsetalandi ogLauenburg. Þegar kom að samningustjórnarskrár fyrir Danmörku, líkt og gerð var krafa um í flestum ríkjum Evrópu, var spurning um stöðu þessara svæða. Frjálslyndir vildu halda Slésvík, en aðskilja Holtsetaland, sem yrði hluti af þýska sambandinu (Egðustefnan).[9] Í kjölfarið gerðu íbúar Slésvíkur og Holtsetalands uppreisn ogFyrra Slésvíkurstríðið braust út. Danir unnu sigur, þrátt fyrir aðPrússland sendi uppreisnarmönnum liðsauka, og niðurstaðan varð óbreytt landamæri, með Slésvík og Holtsetaland sem hertogadæmi innan Danmerkur. Einveldið var formlega afnumið með fyrstustjórnarskrá Danmerkur 1849, en staða hertogadæmanna og hjálendanna í Atlantshafi var óviss. Þegar stjórnvöld hugðust gera Ísland að amti innan Danmerkur 1851mótmæltu fulltrúar Íslendinga á Alþingi.[10]
Málmsteypa Burmeister og Wain á málverkiP.S. Krøyer frá 1885.
Eftir miðja 19. öld iðnvæddist Danmörk hratt. Undirstaða iðnvæðingar voru meðal annarsjárnbrautarkerfið sem komið var á og útflutningur landbúnaðarafurða til Bretlands, auk breytinga á búsetulögum sem juku frjálsræði. Þessu fylgdi hröð þéttbýlisvæðing þar sem eldri kaupstaðir uxu og nýir bæir urðu til í kringum járnbrautarstöðvar (járnbrautarbæir). Í bæjunum þróuðust iðnfyrirtæki eins og málmsteypur, tígulsteinsverksmiðjur, vélsmiðjur, sögunarmyllur, bakarí og brugghús. Tekið var að rífa gömlu borgarmúrana í Kaupmannahöfn eftir 1850 þannig að borgin gat vaxið að umfangi. Íbúafjöldi borgarinnar fimmfaldaðist á milli 1850 og 1900, fór úr um 100.000 íbúum í um 500.000.
Með nýju stjórnarskránni varðdanska þingið til með tveimur deildum: fulltrúadeild (Folketinget) og öldungadeild (Landstinget). Í byrjun fór embættismannastéttin í Kaupmannahöfn, sem var höll undir frjálslynda þjóðernisstefnu, með völdin í öldungadeildinni, en átti í átökum við íhaldssama stórjarðeigendur sem oft nutu stuðnings konungsins. Konungur fór með mikil völd samkvæmt stjórnarskránni og ríkisstjórnin bar ábyrgð gagnvart honum, fremur en þinginu. Ríkisstjórn frjálslyndra reyndi að leysa Slésvíkurmálið með því að koma á sambandsþingi meðNóvemberstjórnarskránni. ÞegarKristján 9. tók við völdum eftir óvænt andlát frænda hans,Friðriks 7., var hans fyrsta verk að undirrita nýju stjórnarskrána. Það gafOtto von Bismarck átyllu til að ráðast inn íSlésvík-Holtsetaland.Seinna Slésvíkurstríðið fór þannig að Danir biðu algjöran ósigur og bæði greifadæmin voru innlimuð í þýska ríkjasambandið.
Eftir ósigurinn var gerð breyting á stjórnarskránni þannig að íhaldsmenn (hægrimenn) náðu yfirhöndinni í efri deild þingsins. Þegar ýmsir vinstriflokkar (aðallega bændaflokkurinnBondevennerne) sameinuðust um stofnunVenstre 1872 og náðu meirihluta í fulltrúadeildinni, ákvað íhaldsstjórnJ.B.S. Estrup að stjórna með tilskipunum og bráðabirgðafjárlögum án stuðnings þingsins, en með stuðningi konungs.Tilskipanastjórnin stóð í nær 20 ár. Eftir að hægrimenn biðu afhroð í þingkosningum 1901 neyddist Kristján 9. til að samþykkja stjórn Venstre ogKerfisbreytinguna þar sem ríkisstjórnin varð í reynd að hafa meirihluta þings á bak við sig.[11]
Kristján 10. ríður um götur Kaupmannahafnar á afmælisdegi sínum árið 1940.
Eftir kerfisbreytinguna tók við þingræði í Danmörku. Árið 1906 missti Venstre meirihluta sinn og eftir það hefur enginn flokkur náð hreinum meirihluta á danska þinginu. Danmörk var hlutlaus ífyrri heimsstyrjöld. Árið 1915 var stjórnarskránni breytt þannig aðalmennur kosningaréttur náði í fyrsta sinn til kvenna og vinnuhjúa. Eftir ósigur Þjóðverja í styrjöldinni var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Slésvík og Holtsetalandi um sameiningu við Danmörku. Aðeins var meirihluti fyrir því í Norður-Slésvík. Mið- og Suður-Slésvík meðFlensborg kusu að vera áfram hluti Þýskalands. Íheimskreppunni 1929 varð efnahagslíf Danmerkur fyrir áfalli og atvinnuleysi jókst.Sósíaldemókratar ogRadikale Venstre komust til valda undir forsætiThorvald Stauning 1929. MeðKanslergade-samþykktinni 1933 gerði stjórnin samkomulag við Venstre um röð félagslegra umbóta sem lögðu grunn aðnorrænu velferðarkerfi.
Þrátt fyrir samkomulag viðÞriðja ríkið í aðdragandasíðari heimsstyrjaldar gerðu Þjóðverjar innrás í Danmörku 9. apríl 1940. Danska þingið og ríkisstjórnin fengu þó áfram að stjórna landinu að mestu án afskipta. Þannig tókst aðbjarga nær öllum dönskum gyðingum til Svíþjóðar haustið 1943. Þá tók hernámsstjórn Þjóðverja við völdum, endönsk andspyrnuhreyfing barðist gegn henni.Kristján 10. varð mikilvægt tákn andstöðu Dana við hernámið þegar hann reið daglega á hesti um götur Kaupmannahafnar. Árið 1944 sagði Ísland upp konungssambandi við Danmörku og gerðist lýðveldi. Danmörk var frelsuð þegar Þjóðverjar undirrituðu uppgjöf fyrir bresku herliði undir stjórnBernard Montgomery 5. maí 1945.
Eftir stríðið var ákveðið að leggja af hlutleysisstefnu Danmerkur og taka þátt í stofnunAtlantshafsbandalagsins. Danmörk fékkMarshall-aðstoð frá Bandaríkjunum í kjölfarið. Staða Grænlands og Færeyja var óviss eftir stríð. Færeyingar höfðu samþykkt sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu 1946 með naumum meirihluta, en þegar Lögþingið lýsti yfir sjálfstæði leystiKristján 10. þingið upp og boðaði kosningar þar sem flokkar andsnúnir sjálfstæði fengu meirihluta. Í kjölfarið fengu Færeyjar heimastjórn. Grænland, sem hafði sagt sig úr lögum við Danmörku í stríðinu til að forðast hernám Bandaríkjamanna, var gert að dönsku amti með stjórnarskrárbreytingu árið 1953. Við sama tækifæri var danska þingið sameinað í eina deild og kveðið á um formlegtþingræði. Grænland fékk heimastjórn, líkt og Færeyjar, árið 1979.
Á eftirstríðsárunum var nokkur uppgangur í dönsku efnahagslífi, sem fór saman við uppbyggingu velferðarkerfis.Jafnréttisbarátta setti svip sinn á 8. áratuginn og konur fóru í stórum stíl út á vinnumarkaðinn. Danmörk var stofnaðili aðFríverslunarsamtökum Evrópu árið 1960. Árið 1973 gekk Danmörk íEvrópubandalagið. Færeyjar kusu hins vegar að standa utan þess. Það sama gerði Grænland árið 1985. Á 8. áratugnum hófst efnahagskreppa í kjölfarolíukreppunnar 1973. Danmörk var árum saman með neikvæðan viðskiptajöfnuð og atvinnuleysi var landlægt. Hinar ýmsu stjórnir íhaldsmannsinsPoul Schlüter á 9. áratugnum beittu ströngu aðhaldi í efnahagsmálum sem var kallað „kartöflukúrinn“ og áratugurinn var nefndur „fattig-firserne“.[12]
Afleiðingin varð að á 10. áratugnum nutu Danir þess að vera með jákvæðan viðskiptajöfnuð og atvinnuleysið hvarf nánast alveg. Danskir kjósendur höfnuðuMaastricht-sáttmálanum 1992, en samþykktu hann með fjórum undanþágum árið eftir. Danir hafa ekki tekið uppevruna.Hrun Sovétríkjanna og sjálfstæðiEystrasaltsríkjanna gerði að verkum að Danir tóku að sér virkara hlutverk í utanríkismálum.[13] Danir voru meðalviljugra þjóða sem tóku þátt íinnrás NATO í Afganistan 2001 ogÍraksstríðinu 2003.[14] HægristjórnAnders Fogh Rasmussen innleiddi „skattastopp“ sem kjarna í efnahagsstefnu þar sem bannað var að hækka skatta eða gjöld.[15]Lars Løkke Rasmussen tók við sem forsætisráðherra þegaralþjóðlega fjármálakreppan stóð sem hæst og atvinnuleysi fór vaxandi í Danmörku. SósíaldemókratinnHelle Thorning-Schmidt leiddi vinstristjórn eftir kosningar 2011. Árið 2015 tók Rasmussen aftur við með hægristjórn, en 2019 komust sósíaldemókratar aftur til valda undir forystuMette Frederiksen.
Flatarmál Danmerkur (fyrir utanGrænland ogFæreyjar) er 42.952 km2. Talan er breytileg vegna sjávarrofs og manngerðra landfyllinga. Landið er því eilítið minna enEistland og eilítið stærra enHolland. Danmörk sjálf á ekki verulegt hafsvæði og bætast innan við þúsund ferkílómetrar við heildaryfirráðasvæði Danmerkur sé það tekið með í 43.094 km2. Stöðuvötn þekja 43 km2. Landið hækkar í norðri og austri um rétt undir 1 cm á ári sem stækkar ströndina út. Danmörk er íSkandinavíu íNorður-Evrópu og á aðeins 68 km landamæri aðÞýskalandi í suðri. Landið er umlukið hafi á þrjá vegu. Í vestri erNorðursjór, í norðri erSkagerrak, og í austri eruKattegat,Eyrarsund ogEystrasalt.[16] Milli hafsvæðanna eru mörgsund.Limafjörður liggur milli Kattegat og Norðursjávar í norðri,Litlabelti,Stórabelti og Eyrarsund tengja Kattegat við Eystrasalt í austri, auk fjölda minni farvatna milli dönsku eyjanna. Stærsti hluti Danmerkur, eða 23.872 km2, er áJótlandsskaga. Afgangurinn deilist á 1419 eyjar, þar sem þær stærstu eruSjáland,Vendsyssel-Thy ogFjón.[17] Í Danmörku eru fjórar borgir með yfir 100.000 íbúa:Kaupmannahöfn á Sjálandi,Árósar ogÁlaborg á Jótlandi, ogÓðinsvé á Fjóni.
Vegna hins mikla fjölda eyja á Danmörk eina lengstu strandlengju allra Evrópulanda, eða 8.750 km.[18] Það eru 368 km frá nyrsta odda Danmerkur áNorðurströnd Skagen, að þeim syðsta,Gedser Odde; og 452 km frá austasta oddanum,Østerskær íErtholmene, að þeim vestasta,Blåvands Huk. Alls eru 1008stöðuvötn í Danmörku, þar af 16 sem eru yfir 500hektarar að stærð. Stærsta stöðuvatn Danmerkur erArresø, norðvestan við Kaupmannahöfn.[19] Danmörk er að mestu flatlendi meðsléttum,klettum ogsandöldum. Lægsti punktur Danmerkur er þurrkaði fjörðurinnLammefjord á Sjálandi sem liggur 7,5 metra undir sjávarmáli.[20] Hæsti náttúrulegi punktur Danmerkur erMøllehøj viðSkanderborg á Jótlandi (170,86 metrar á hæð). Næstur kemurYding Skovhøj (170,77 m) ogEjer Bavnehøj (170,35). Allar þessar hæðir eru hluti afEjer-fjöllum suðvestan við Skanderborg.[21]
Fundarsalur danska þingsins í Kristjánsborgarhöll sem hýsir auk þess hæstarétt og skrifstofu forsætisráðherra
Stjórnskipan í Danmörku byggist ástjórnarskrá Danmerkur sem var samin árið1849. Til að breyta stjórnarskránni þarf hreinan meirihluta á tveimur þingum og síðan einfaldan meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu með minnst 40% þátttöku. Henni hefur verið breytt fjórum sinnum, síðast árið 1953.
Þjóðþing Danmerkur (Folketinget) fer meðlöggjafarvald og situr í einni deild. Það er æðsti löggjafi landsins, getur sett lög um alla hluti og er óbundið af fyrri þingum. Til að lög öðlist gildi þarf að leggja þau fyrir ríkisráðið og þjóðhöfðingjann sem staðfestir þau með undirskrift sinni innan 30 daga.
Í Danmörku erþingbundin konungsstjórn ogfulltrúalýðræði meðalmennum kosningarétti. Þingkosningar eruhlutfallskosningar millistjórnmálaflokka þar sem flokkar þurfa minnst 2% atkvæða til að koma að manni. Á þinginu eru 175 þingmenn auk fjögurra frá Grænlandi og Færeyjum. Þingkosningar eru haldnar á fjögurra ára fresti hið minnsta en forsætisráðherra getur óskað eftir því að þjóðhöfðingi boði til kosninga áður en kjörtímabili lýkur. Þingið getur neytt forsætisráðherra til að segja af sér með því að samþykkjavantraust á hann.
Framkvæmdavaldið er formlega í höndum konungs, en forsætisráðherra og aðrir ráðherrar fara með það fyrir hennar hönd. Forsætisráðherra er skipaður sá sem getur aflað meirihluta í þinginu og er venjulega formaður stærsta stjórnmálaflokksins eða leiðtogi stærsta flokkabandalagsins. Oftast er ríkisstjórn Danmerkursamsteypustjórn og oft líkaminnihlutastjórn sem reiðir sig á stuðning minni flokka utan ríkisstjórnar til að ná meirihluta í einstökum málum.
Í Danmörku gildirrómverskur réttur sem skiptist milli dómstóla á sviðieinkaréttar ogstjórnsýsluréttar. Dómskerfi landanna sem mynda konungsríkið er aðskilið en hægt er að skjóta málum frá Færeyjum og Grænlandi tilhæstaréttar Danmerkur sem er æðsta dómsvald í Danmörku.
Greinar 62 og 64 í stjórnarskránni kveða á um sjálfstæði dómstóla frá ríkisstjórn og þingi.
Alþjóðatengsl Danmerkur mótast að miklu leyti af aðild landsins aðEvrópusambandinu sem Danmörk gekk í árið 1973. Danmörk hefur sjö sinnum farið með formennsku íEvrópuráðinu, síðast árið 2012. Danmörk batt enda áhlutleysi landsins sem hafði verið hornsteinn utanríkisstefnunnar í tvær aldir eftirSíðari heimsstyrjöld þegar landið var hernumið afÞjóðverjum. Danmörk varð þannig stofnaðili aðAtlantshafsbandalaginu 1949. Danmörk rekur virka utanríkisstefnu með áherslu ámannréttindi oglýðræði. Á síðari árum hafa Grænland og Færeyjar í auknum mæli tekið sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkismálum, meðal annars í tengslum viðfiskveiðar,hvalveiðar og Evrópumál. Færeyjar og Grænland eru hvorki aðilar að Evrópusambandinu néSchengen-svæðinu.
Her Danmerkur (Forsvaret) hefur á að skipa um 33.000 manna liði á friðartímum sem skiptast millilandhers,flota ogflughers. Konungurinn er yfirmaður heraflans.
Danmörk skiptist í fimm héruð. Héruðin skiptast enn fremur í tíu landshluta (kjördæmi) í þingkosningum.Norður-Jótland er eina héraðið sem er óskipt. Tölfræðistofnun Danmerkur skiptir landinu í ellefu landshluta. Höfuðborgarsvæðið,Hovedstaden, skiptist í fjóra landshluta og þar af er eyjanBorgundarhólmur einn en hinir þrír á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu.
Héruðin voru stofnuð við sveitarstjórnarumbæturnar árið 2007 og tóku við af sextánömtum. Á sama tíma var sveitarfélögum fækkað úr 270. Nú er íbúafjöldi sveitarfélaga að jafnaði meiri en 20.000 með nokkrum undantekningum. Sveitarstjórnir og héraðsráð eru kosin í beinum kosningum á fjögurra ára fresti. Sveitarfélögin eru grunnstjórnsýslueining í héraði og jafngilda löggæsluumdæmum, héraðsdómsumdæmum og kjördæmum í sveitarstjórnarkosningum.
Í héraðsráðum sitja 41 fulltrúi kjörnir til fjögurra ára í senn. Yfir héraðsráðinu er héraðsráðsformaður sem ráðið kýs sér. Héraðsráðin fara meðheilbrigðisþjónustu,félagsþjónustu ogatvinnuþróun, en ólíkt ömtunum innheimta þau ekkiskatta. Heilsugæslan er að mestu fjármögnuð með sérstöku 8% heilbrigðisframlagi og fjármunum frá ríkinu og sveitarfélögum. Önnur mál sem ömtin báru ábyrgð á voru flutt til hinna stækkuðu sveitarfélaga.
Héruðin eru mjög misfjölmenn. Höfuðborgarsvæðið er þannig meira en þrisvar sinnum fjölmennara en Norður-Jótland. Meðan ömtin voru við lýði höfðu sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, eins ogKaupmannahöfn ogFrederiksberg, fengið sömu stöðu og ömtin.
Danmörk er með fjórða hæsta hlutfall háskólamenntaðra í heimi.[27] Landið situr í efsta sæti hvað varðarréttindi verkafólks.[28] Landsframleiðsla á vinnustund var sú 13. hæsta í heimi árið 2009. Tekjuójöfnuður í Danmörku er nálægt meðaltaliOECD-ríkja,[29][30] en eftir skatta og opinbera styrki er hann umtalsvert lægri. SamkvæmtEurostat erGini-stuðull Danmerkur sá 7. lægsti í Evrópu árið 2017.[31]SamkvæmtAlþjóðagjaldeyrissjóðnum eru lágmarkslaun í Danmörku þau hæstu í heimi.[32] Í Danmörku eru engin lög um lágmarkslaun, þannig að þetta stafar af öflugumverkalýðsfélögum. Sem dæmi má nefna að vegna samninga verkalýðsfélagsinsFagligt Fælles Forbund og atvinnurekendasamtakannaHoresta, hefur starfsfólk hjáMcDonald's og öðrum skyndibitakeðjum í Danmörku 20 dollara á tímann, yfir helmingi meira en starfsfélagar þeirra fá í Bandaríkjunum, auk þess að fá greidd sumarfrí,foreldraorlof og lífeyri.[33] Aðild að verkalýðsfélögum í Danmörku var 68% árið 2015.[34]
Danmörk á hlutfallslega mikið ræktanlegt land og efnahagur landsins byggðist áður fyrr aðallega álandbúnaði. Frá 1945 hafaiðnaður ogþjónusta vaxið hratt. Árið 2017 stóð þjónustugeirinn undir 75% af vergri landsframleiðslu, framleiðsluiðnaður var um 15% og landbúnaður innan við 2%.[35] Helstu iðngreinar eru framleiðsla ávindhverflum,lyfjaframleiðsla, framleiðsla álækningatækjum,vélar og flutningstæki,matvælavinnsla ogbyggingariðnaður.[36] Um 60% af útflutningsverðmæti er vegna útflutningsvara, en 40% er vegna þjónustuútflutnings, aðallega skipaflutninga. Helstu útflutningsvörur Danmerkur eru vindhverflar, lyf, vélar og tæki, kjöt og kjötvörur, mjólkurvörur, fiskur, húsgögn og aðrar hönnunarvörur.[36] Danmörk flytur meira út en inn af mat og orku og hefur í mörg ár búið við jákvæðangreiðslujöfnuð þannig að landið á meira útistandandi en það skuldar. Þann 1. júlí 2018 jafngilti staða erlendra eigna 64,6% af vergri landsframleiðslu.[37]
Danmörk er stór framleiðandi og útflytjandi svínakjöts.
Danmörk er hluti afinnri markaði Evrópusambandsins með 508 milljón neytendur. Viðskiptalöggjöfin er að hluta bundin samningum milli aðila sambandsins og löggjöf þess. Danskur almenningur styður almenntfrjáls viðskipti; í könnun frá 2016 sögðust 57% svarenda telja að hnattvæðing væri tækifæri, meðan 18% litu á hana sem ógnun.[38] 70% af viðskiptum landsins eru innan Evrópusambandsins. Stærstu viðskiptalönd Danmerkur árið 2017 voru Þýskaland, Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin.[39]
Dönsk króna (DKK) er gjaldmiðill í Danmörku. Hún erfest viðevru á genginu 7,46 krónur á evru, í gegnumgengissamstarf Evrópu. Þrátt fyrir að Danir hafi hafnað upptöku evrunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2000[40] fylgir Danmörk stefnuEfnahags- og myntbandalags Evrópu og uppfyllir kröfur fyrir upptöku evrunnar. Í maí 2018 sögðust 29% svarenda í Danmörku í könnun fráEurobarometer vera hlynnt myntbandalaginu og evrunni, meðan 65% voru á móti því.[41]
Kaupmannahöfn er stærsta borg Danmerkur með yfir milljón íbúa.
Samkvæmt hagstofu Danmerkur (Danmarks Statistik) voru íbúar Danmerkur rúmar 5,9 milljónir 1. janúar 2023. Þar af voru íbúar af dönskum uppruna (þar sem annað foreldri er fætt í Danmörku, Færeyjum eða Grænlandi) 84,6%, en fólk af erlendum uppruna 11,8% og afkomendur þeirra 3,6%.[43] Af rúmlega 900.000 innflytjendum er um þriðjungur af vestrænum uppruna. Aðflutningur fólks veldur því að fólksfjölgun er um 0,5% á ári þrátt fyrir mjög lágafæðingartíðni.[44]:15 Danmörk er ein elsta þjóð heims þar sem meðalaldur er yfir 40 ár og 27% landsmanna eru eldri en 60 ára.[44]:9 SamkvæmtWorld Happiness Report eru Danir með hamingjusömustu þjóðum heims.[45]
Rúmlega 17.000 íbúa eru fædd á Grænlandi og tæplega 11.000 í Færeyjum.[46][47] Þar fyrir utan er ekki til tölfræði yfir fjölda Grænlendinga og Færeyinga sem búa í Danmörku. Samkvæmt könnun frá 2006 voru Færeyingar um 22.000[48] og samkvæmt könnun árið eftir var fjöldi Grænlendinga áætlaður 19.000.[49]
Dreifing íbúa í Danmörku er ójöfn milli landshluta. ÍAustur-Danmörku búa um 250 manns á ferkílómetra, en vestan viðStórabelti eru aðeins um 100 íbúar á ferkílómetra áJótlandi og 150 áFjóni.[50] Rétt yfir milljón býr í höfuðborginni, Kaupmannahöfn, eða um fimmtungur íbúa landsins.[51] 85% íbúa Danmerkur búa í þéttbýli.[52] ÁSuður-Jótlandi er minnihlutahópur sem erþýskumælandi.
Yfir 72% íbúa Danmerkur eru skráðir ídönsku þjóðkirkjuna sem erlútersk-evangelískþjóðkirkja. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda eru aðeins um 3% sem mæta reglulega í messur. Í stjórnarskrá Danmerkur er kveðið á umtrúfrelsi en einn meðlimur dönsku konungsfjölskyldunnar verður að vera meðlimur þjóðkirkjunnar.
Árið 1682 fengu þrjú trúfélög leyfi til að starfa utan þjóðkirkjunnar:kaþólska kirkjan,danska fríkirkjan oggyðingar. Upphaflega var samt ólöglegt að snúast til þessara trúarbragða. Fram á 8. áratug 20. aldar fengu trúfélög opinbera viðurkenningu en síðan þá er engin þörf á slíku og hægt er að fá leyfi til að framkvæma giftingar og aðrar athafnir án formlegrar viðurkenningar.
Múslimar eru rétt um 3% íbúa Danmerkur og eru fjölmennasti minnihlutatrúarhópur landsins. Árið 2009 voru nítján trúfélög múslima skráð í Danmörku. Samkvæmt tölum danska utanríkisráðuneytisins eru íbúar sem hafa önnur trúarbrögð um 2% íbúa landsins.
Kim Larsen (1945-2018) var lengi einn ástsælasti tónlistarmaður Danmerkur.
Frjálslynd viðhorf eru oft sögð einkenna danska menningu. Danmörk var eitt af fyrstu löndum heims sem bannaðiklám árið 1799, og líka það fyrsta sem aflétti slíku banni árið 1969.[53] Danmörk var eitt fyrsta landið til að heimila skráðasambúð samkynja para og árið 2012 voru orðin „karl“ og „kona“ tekin út úr lögum umhjónaband þannig að þau urðukynhlutlaus.[54] Um leið gátu samkynja pör gengið í hjónaband innan dönsku þjóðkirkjunnar. Í könnun sem gerð var árið 2016 nefndu svarendur frjálslyndi (frisind) sem mikilvægasta danska gildið. Þar á eftir komukynjajafnrétti,velferðarsamfélagið,traust á stofnunum samfélagsins ogdanska tungumálið.[55] Í rannsókn frá 2016 lenti Danmörk í 4. sæti í samanburði 63 landa eftirhluttekningu.[56] Árið 2024 voru Danir í öðru sæti á eftir Finnum í röð landa eftirhamingju.[57] Stundum er vísað í hugtakiðligeglad í tengslum við viðmót Dana, í þeirri merkingu að þeir kippi sér ekki upp við smámuni og kunni að njóta lífsins. Sú ímynd breyttist eftir kosningasigurDanska þjóðarflokksins íþingkosningunum 2001.[58] Á sama tíma jókst gagnrýni á frjálslynd viðhorf tilvændis,fíkniefna ogáfengisneyslu í Danmörku.[59] Síðustu ár hefur annað hugtak,hygge, vísað til þess að Danir leggja mikið upp úr því að njóta samveru í þægilegu umhverfi.[60]Jólin eru ein mikilvægasta hátíðin í Danmörku og danskarjólahefðir ogjólaskraut njóta vinsælda um allan heim. Danir flytja árlega út um 10 milljónjólatré.[61]
Meðal þekktra danskra vísindamanna eru stjörnufræðingurinnTycho Brahe, verkfræðingurinnLudwig A. Colding og eðlisfræðingurinnNiels Bohr. ÆvintýriH.C. Andersen hafa lengi notið vinsælda um allan heim. Þekktasti heimspekingur Danmerkur erSøren Kierkegaard. Aðrir frægir danskir höfundar eru meðal annars smásagnahöfundurinnKaren Blixen, leikskáldiðLudvig Holberg og ljóðskáldiðPiet Hein. KirkjuleiðtoginnN. F. S. Grundtvig var í fararbroddi hreyfingar á 19. öld sem studdi stofnunfríkirkja oglýðháskóla. Hugmyndin um mikilvægi frjálslyndra viðhorfa er að hluta til frá honum komin.[62] Danskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa notið vinsælda um allan heim frá lokum 20. aldar og danskir leikarar á borð viðMads Mikkelsen ogSofie Gråbøl hafa náð alþjóðlegum frama. Dönsku leikstjórarnirLars von Trier ogThomas Vinterberg stofnuðuDogme 95-hreyfinguna í kvikmyndagerð árið 1995. Vinsældir danskra spennuþátta eins ogGlæpurinn (2007-2012) ogBrúin (2011-2018) ruddu brautina fyrir fleiri norræna sjónvarpsþætti undir merkjumnordic noir.[63]
Áólympíuleikunum í London 2012 unnu Danir til gullverðlauna í kappróðri og hjólreiðum karla og silfurverðlaun í siglingum,skotfimi karla, kappróðri kvenna ogbadminton karla.
↑Jensen, Lene (1999). „Current status and trends in inland fisheries in Denmark“. Í Lundqvist, Gunnar (ritstjóri).Current Status and Trends in Inland Fisheries. Copenhagen: Nordic Council of Ministers. bls.10–18.ISBN978-9-28930-402-3.
↑Chopik, William J.; O'Brien, Ed; Konrath, Sara H. (2017). „Differences in Empathic Concern and Perspective Taking Across 63 Countries“.Journal of Cross-Cultural Psychology (enska).48 (1). Supplementary Table 1.doi:10.1177/0022022116673910.hdl:1805/14139.ISSN0022-0221.S2CID149314942.