Chemnitz (sorbískaKamjenica, 1953–1990:Karl-Marx-Stadt) er þriðja stærsta borgSaxlands, á eftirLeipzig ogDresden, með tæpa 250.000 íbúa (2019). Hún er staðsett við ræturErzfjallanna og tekur nafn sitt afánni Chemnitz sem rennur í gegn um hana. Nafnið er komið úr sorbísku og mun þýðaSteiná. Chemnitz er getið í saxlenskum skjölum allt frá árinu1143, en þar var þáBenediktínaklaustur og þróaðist byggð þar í kring fram eftir öldum. Á tímumiðnbyltingarinnar óx Chemnitz mjög ásmegin og varð meðal mikilvægustu iðnaðarborgaÞýskalands. Hún var því stundum uppnefndSaxlenska Manchester. Í dag myndar Chemnitz ásamtZwickau einn af þremur máttarstólpumSaxlenska þríhyrningsins, en svo nefnist svæðið sem afmarkast af Chemnitz-Zwickau, Leipzig-Halle og Dresden og í búa um þrjár og hálf milljón manna.Tækniháskólinn í Chemnitz er þriðji stærsti háskóli Saxlands með um 10.000 stúdenta.
Gamla og nýja ráðhúsið í Chemnitz.
Styttan af
Karli Marx er eitt af þekktari kennileitum borgarinnar.
Rabenstein kastali.
Schocken verslunarmiðstöðin í Chemnitz.
Dæmigerð íbúðablokk í Chemnitz.
Rauði Turninn er eitt af kennileitum borgarinnar.
Óperuhúsið í Chemnitz.
|
---|
1,000,000+ | |
---|
500,000+ | |
---|
200,000+ | |
---|
100,000+ | |
---|