Byggingarlist felst í því að skipuleggja, hanna og smíða form, rými og landslag með hliðsjón af hugmyndum um notagildi, tækni, samfélag, umhverfi og fagurfræði. Í byggingarlist eru byggingarefni, tækni, ljós og skuggar meðhöndluð og skipað niður á skapandi hátt. Byggingarlist tekur líka til þátta sem varða byggingarframkvæmdina sjálfa, eins og áætlanagerðar, kostnaðarmats og stjórnunar framkvæmda. Arkitektar skila vinnu sinni í formiteikninga oglíkana, grunnmynda, afstöðumynda og áætlana sem skilgreina formgerð og virkni mannvirkis.