Svæði sem voru undir yfirráðum Breta á einhverjum tíma. Undirstrikuðu heitin eru enn breskar hjálendur.Land Breska heimsveldisins árið 1897 merkt bleikum lit.
Sagt var aðsólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt það var, en yfirráðasvæði þess náði yfir nær öll tímabelti heimsins.[4] Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungurfólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar. Á þeim tíma var Bretland þó ekki lengur leiðandi stórveldi á heimsvísu.Hernám Japana í Asíu og Eyjaálfu ísíðari heimsstyrjöld dró úr trú á hernaðarmátt Breta. Eftir stríðið hófstafnýlenduvæðing um allan heim þegar fyrrum nýlendur evrópsku heimsveldanna fengu sjálfstæði ein af annarri. Stærsta og verðmætasta nýlenda Breta,Indland, hlaut sjálfstæði árið 1947.Súeskreppan 1956 er sögð hafa gert Bretum ljóst að heimsveldið væri úr sögunni, en aðrir vilja miða við afhendinguHong Kong til Kína árið 1997 sem formleg endalok þess.[5]