Bobbysocks var norskur dúett sem stofnaður var árið 1983 og sigraðisöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1985 með laginuLa det swinge. Dúettinn skipuðu norska söngkonan Hanne Krogh (f. 1956) og norsk-sænska söngkonan Elisabeth Andreassen (f. 1958).
Bæði Hanne og Elisabeth eru reyndir keppendur í Eurovision. Hanne hefur þrisvar tekið þátt í keppninni fyrir höndNoregs, 1971, 1985 með Bobbysocks og árið 1991 sem hluti afJust 4 Fun. Elisabeth tók þátt fyrir höndSvíþjóðar sem helmingur Chips árið 1982, með Bobbysocks árið 1985, árið 1994 söng hún ásamt Jan Werner Danielsen og í keppninni árið 1996 söng hún einsöng.
Fyrsta plata Bobbysocks varI Don't Wanna Break My Heart sem var gefin út árið 1984 í bleikum vínyl. Hugmyndin á bak við Bobbysocks var að endurgera lög frá sjötta áratugnum með sveiflustemningu og gefa þeim nútímalegt yfirbragð. Þeirri hugmynd var að fullu beitt á fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem var blanda af nýjum og eldri lögum.
Eftir sigurinn í Eurovision náði lagiðLa det swinge miklum vinsældum og var m.a. í efsta sæti á smáskífulistum í Noregi ogBelgíu. Það náði á topp tíu lista í Svíþjóð ogÍrlandi og á topp 20 lista íHollandi ogAusturríki. Lagið kom inn á breska smáskífulistann þann 25. maí 1985 og var þar í fjórar vikur. Það náði einnig vinsældum í löndum eins ogÞýskalandi,Japan ogÁstralíu.
Í tilefni sigursins í Eurovision veitti norska stórþingið sveitinni Peer Gynt-verðlaunin árið 1985.
Eftir að hafa starfað saman í fjögur farsæl ár, leystist Bobbysocks upp árið 1988. Söngkonurnar hafa síðan komið fram saman við ýmis tækifæri, t.d. á 50 ára afmælistónleikum Eurovision tónleikanna í Kaupmannahöfn í Danmörku í október 2005.
Í maí 2010 kom Bobbysocks stuttlega saman aftur til að fagna því að 25 ár voru liðin frá sigri þeirra í Eurovision og gáfu af því tilefni út safnplötunaLet It Swing - The Best Of Bobbysocks sem innihélt tvö ný lög þeirra.