Björk Guðmundsdóttir (f. 21. nóvember 1965), best þekkt semBjörk, eríslensk tónlistarkona sem hefur náð alþjóðlegri hylli. Hún hóf tónlistarferil sinn meðpíanónámi þegar hún var ellefu ára. Ári síðar, eða 1977, kom út platanBjörk þar sem hún söng meðal annars þekkt íslensk barnalög. Stuttu síðar fórpönktónlist að hafa áhrif á hana en einnigdjasstónlist.
Snemma á ferli sínum var hún í nokkrum pönk- ogdjass-fusion hljómsveitum. Árið 1983 stofnaði hún ásamt fimm öðrum hljómsveitinaKUKL, sem síðan þróaðist út í hljómsveitinaSykurmolarnir. Með þeirri hljómsveit hlaut Björk fyrst heimsfrægð. Þegar Sykurmolarnir hættu árið 1992 hóf hún sólóferil og hefur á honum gefið út 10 plötur, þar af 3 safndiska og einn með tónlistinni við kvikmyndLars von Triers,Myrkradansarinn, en hún bæði lék aðalhlutverkið og samdi tónlistina við myndina. Björk var tilnefnd tilÓskarsverðlauna fyrir lagið „I've Seen It All“ úrMyrkradansaranum árið 2000.