Meðan áIðnbyltinginni stóð var borgin orðlægð fyrir auðæfi sín. Hún var þekkt undir nöfnunum „verkstæði heimsins“ og „borg þúsund starfsgreina“. Borgin varð fyrir miklum skemmdum í sprengjuárásum Þjóðverja íseinni heimsstyrjöld (Birmingham Blitz). Eftir heimsstyrjöldina varð mikil uppbygging í borginni og fjöldi innflytjenda fráBreska samveldinu komu þangað. Birmingham hefur nú þróast í viðskiptamiðstöð á landsvísu.
Helstu menningarstofnanir eru: City of Birmingham Symphony Orchestra, The Birmingham Royal Ballet, the Birmingham Repertory Theatre, the Library of Birmingham og the Barber Institute of Fine Arts.