Berserkjasveppur (fræðiheiti:Amanita muscaria) ersveppur afættkvíslreifasveppa. Hann hefur mjög einkennandi útlit með rauðan hatt sem hefur hvítar doppur og hvítan beinan stilk. Berserkjasveppur verður stór; hatturinn nær allt að 30sm íþvermál. Hvítu flekkirnir á hattinum eru leifar af hvítri himnu sem þekur allan sveppinn þegar hann er mjög ungur.
Berserkjaveppur ereitraður og inniheldur nokkurgeðvirk efni. Sjaldgæft er að fólk deyi af neyslu hans en jafnvel lítið magn veldur meltingartruflunum, sljóleika, skapsveiflum ogofskynjunum. Magn eiturefna í sveppnum er þó mjög mismunandi eftir stöðum og árstíma.
Íslenska heitið er dregið af þeirri hugmynd aðvíkingar hafi étið sveppinn áður en þeir fóru í bardaga til að gangaberserksgang. Þessi sögn kemur fyrst fram í grein eftir sænska prestinnSamuel Ödmann árið 1784 þar sem hann reynir að útskýra berserki og berserksgang í andaupplýsingarinnar.[1] Engar eldri heimildir geta hins vegar um slíka notkun meðal norrænna manna og verður að teljast afar ólíklegt miðað við þekkt áhrif af neyslu hans að menn hafi verið til stórræða í orustu eftir að hafa innbyrt berserkjasvepp.
Á Íslandi er berserkjasveppur algengastur á norðurlandi íEyjafirði, viðÁsbyrgi ogMývatn. Hann finnst þó mun víðar íbirkiskógum og viðfjalldrapa, meðal annars íHeiðmörk viðReykjavík og áFljótsdalshéraði á austurlandi.
Íslenskt heiti sitt fékk sveppurinn fyrst í kennslubókStefáns Stefánssonar,Plönturnar: kennslubók í grasafræði, sem kom fyrst út 1913 og er þar sagður vera erlendur sveppur.[2] Sveppurinn fannst raunar ekki á Íslandi að neinu ráði fyrr en undir miðja 20. öld. Sem dæmi má nefna að það þótti talsvert fréttnæmt þegar tveir slíkir fundust árið 1959, annar íVaglaskógi en hinn viðBjarkarlund í Reykhólasveit.
- ↑Ole Högberg,Flugsvampen och människan (kaflinn um berserkina er á netinu:[1]), Stokkhólmur:Carlsson Bokförlag, 2003, s. 51-71.
- ↑Sturla Friðriksson, „Flugusveppur - Berserkjasveppur — Reiðikúla“,Náttúrufræðingurinn, 1. tbl. 30. árg., 1960, s. 21-27 (Tímarit.is).