Bangladess (bengalska: গণপ্রজাতন্ত্রী বাংলাদেশ), formlegaAlþýðulýðveldið Bangladess, er land íSuður-Asíu með landamæri aðIndlandi ogMjanmar og strönd aðBengalflóa við ósa Gangesfljóts. Í norðri skilur mjó landræma,Siliguri-hliðið, milli Bangladess ogNepals ogBútan. Indverska héraðiðSikkim skilur milli Bangladess ogKína. Landið nær yfir austurhluta héraðsinsBengal þaðan sem það dregur nafn sitt. Bangladess er áttunda fjölmennasta ríki heims með yfir 170 milljón íbúa.
Bangladess myndar austurhluta (þann stærri) Bengalsvæðisins. Samkvæmt fornu indversku helgiritunumRamayana ogMahabharata, varVanga, eitt af samnefndum ríkjum á Bengalsvæðinu, öflugur bandamaður hinnar goðsögulegu borgarAyodhya. Í fornöld og klassíska tímabilinu í sögu indverska meginlandsins voru þar mörg furstadæmi, þar á meðalPundra,Gangaridai,Gauda,Samatata ogHarikela. Það var einnigMauryan-hérað sem var hluti af ríkiAshoka. Furstadæmin áttu mikil viðskipti við erlend ríki, höfðu tengsl við við hinnrómverska heim, fluttu út fíngerð klæðaefni úrmússulíni ogsilki tilMiðausturlanda og þaðan bárust stefnur í heimspeki og listum tilSuðaustur-Asíu.Pala-veldið,Chandra-veldið ogSena-keisaradæmið voru síðustumiðríkin í Bengal fyrir komuíslam. Íslam breiddist fyrst út innan Pala-veldisins sem átti í viðskiptum viðAbbasída, en í kjölfar hernámsBakhtiyar Khalji og í kjölfar stofnunsoldánsdæmisins í Delí og predikanaShah Jalal í Austur-Bengal, breiddist trúin um allt svæðið. Árið 1576 lagðiMógúlveldið undir sig hið auðugasoldánsdæmi í Bengal. Eftir látAurangzebs snemma á 18. öld varð héraðið Bengal að hálfsjálfstæðu ríki undir stjórnnawaba Bengal.Breska Austur-Indíafélagið lagði héraðið undir sig eftir sigur íorrustunni við Plassey 1757.
Viðskiptingu Indlands1947 varð Bangladess hluti afPakistan semAustur-Pakistan. Eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu fékk landið sjálfstæði frá Pakistan árið1971. Í kjölfarið fylgdu erfið ár meðhungursneyðum,fátækt, stjórnmálaóróa og fjöldaherforingjabyltinga. Árið1991 var lýðræði endurreist og síðan þá hefur leiðin legið hægt upp á við, þótt landið glími enn við vandamál eins ogspillingu, útbreidda fátækt, pólitískan óstöðugleika ognáttúruhamfarir.
Bangladess er kallað fljótalandið og það stendur á frjósömumárósum þar semGangesfljót,Brahmaputra ogMeghna renna saman.Flóð valda vandræðum árlega ámonsúntímabilinu og vegna fátæktar er stór hluti íbúa berskjaldaður fyrir náttúruhamförum eins ogfellibyljum. Bangladess er eitt af þeim löndum sem talin eru í mikilli hættu vegnaloftslagsbreytinga. Við ströndina erufenjaskógar eins ogSundarbanskógurinn í suðvesturhlutanum sem er stærstileiruviðarskógur heims og er áheimsminjaskrá UNESCO. Raunvöxtur landsframleiðslu í Bangladess hefur verið með því mesta í heiminum síðustu ár. Landið hefur náð miklum árangri í baráttu viðbarnadauða og offjölgun, hefur aukið valdeflingu kvenna og dregið úr hættu vegna náttúruhamfara. Landið var með þeim fyrstu sem náði öllumþúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Vegna þessa uppfærðiHeimsbankinn stöðu landsins í miðtekjuland.
Nákvæmur uppruni orðsinsBangla er ekki þekktur, þó að það sé talið koma frá „Vanga“, fornu konungsríki og landsvæði á árósum Gangesfljóts á indverska meginlandinu. Ríkið var í Suður-Bengal, en kjarnasvæðið þess náði yfir núverandi suðurhluta indverska héraðsins Vestur-Bengal og suðvesturhluta Bangladess. Í íslamskri hefð er sagt að heitið komi frá „Bung/Bang“, sem var sonur Hind (sem aftur var sonurHams, sonarNóa) sem hafi fyrstur manna byggt svæðið. Viðskeytinu„al“ var bætt við það eftir að furstar til forna reistu hauga sem voru10 fet (3,0 m) á hæð og20 fet (6,1 m) á breidd á láglendinu við rætur hæðanna sem kallaðar voru „al“. Með því að bæta viðskeytinu við Bung, varð heitið Bengal til og öðlaðist fastan sess“.[1][2] Þessa kenningu er að finna í sagnfræðiritinuRiyaz-us-Salatin eftirGhulam Husain Salim.[3]
Aðrar kenningar benda á heiti frumdravidísks ættbálks frá bronsöld,[4]ástríska orðið „Bonga“ (sólguð),[5] og járnaldarríkið Vanga.[5]Indóaríska viðskeytiðDesh er dregið af orðinudeśha úr sanskrít, sem þýðir „land“. Þess vegna þýðir nafniðBangladess „land Bengal“.[6]
HugtakiðBangla vísar bæði tilBengalsvæðisins og tungumálsinsbengölsku. Elsta þekkta notkun hugtaksins er á Nesari-plötunum frá árinu 805. HugtakiðVangaladesa er að finna í skjölum frá 11. öld á Suður-Indlandi.[6][7] Heitið fékk opinbera stöðu ísoldánsdæminu Bengal á 14. öld.[8]Shamsuddin Ilyas Shah lýsti því yfir að hann væri fyrsti „sja Bangala“ árið 1342. OrðiðBangla varð algengasta heiti svæðisins á íslamska tímabilinu. Portúgalar vísuðu til svæðisins semBengala á 16. öld.[9] HugtakiðBangladess var oft skrifað sem tvö orð,Bangla Desh, áður fyrr. Frá og með sjötta áratugnum notuðu þjóðernissinnar í Bengal hugtakið á pólitískum fjöldafundum íAustur-Pakistan .