Bór (úrarabísku, لاعقشاburaq, eðapersnesku, بورونburah, sem eru heiti á steindinnibóraxi) erfrumefni meðefnatákniðB og sætistöluna 5 ílotukerfinu. Bór er þrígilt frumefni, sem mikið finnst af ímálmgrýtinu bóraxi ogúlexíti. Til eru tveirfjölgervingar af bór; formlaus bór er brúnt duft en málmkenndur bór er svartur. Málmkenndur bór er mjög hart efni, í kringum 9,3 áMohs kvarðanum, en slæmur leiðari við stofuhita. Hann finnst aldrei einn og sér í náttúrunni.
Bór er mikilvægt næringarefni fyrirjurtir sem geta orðið fyrirbórskorti í vissri tegund af jarðvegi. Of mikið magn bórs getur líka verið plöntum skaðlegt. Semsnefilefni hefur bór reynst vera forsenda heilsu írottum og gert er ráð fyrir því að það gildi einnig um önnurspendýr þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvaða hlutverki efnið gegnir.