Sannur uppruni Asteka er ókunnur og staðsetning Atzlan er heldur ekki þekkt. Deilt er um hvort staðurinn hafi verið einhvers staðar í norðanverðum Bandaríkjunum eða frekar stutt frá Mexíkódal en flestir fræðimenn telja að staðurinn hafi verið goðsögulegur. Almennt er talið að mexíkar hafi fyrst komið í Mexíkódalinn í kringum árið1248.
Mannfórnir hjá Astekum.
Mannfórnir voru stundaðar í Mesoameríku og hjá astekum voru mannfórnir algengar. Mannfórnir hjá Astekum voru tíðari en hjá öðrum þjóðum og komu þeir mannfórnum á annað stig. Til dæmis er sagt að árið 1487 hafi Astekar fórnað um 80.400 föngum á fjórum dögum í athöfn til að helga pýramídann í Tenochtitlan. Fjöldi fórnalamba er því óstaðfestur. Spánverjar urðu mjög hissa yfir þessum siðum þegar þeir komu til Ameríku og töldu þeir að rétt væri að leggja Tenochtitlán í rúst.
Oftast var körlum sem voru teknir til fanga í orrustum fórnað, en konum og börnum var stundum fórnað. Astekarnir fórnuðu árlega um 15.000 mönnum í Tenochtitlán. Sérstakir prestar ástunduðu mannfórninar og gerðu það til æviloka. Fórnin fór þannig fram að skorið var fyrir neðan brjósthol fórnalambsins með hrafntinnuhníf á meðan það var enn á lífi, hjartað slitið út með höndunum og því lyft upp til sólu. Astekar trúðu því að blóð og hjörtu væru það eina sem veitti sólinni afl til að rísa á morgnanna. Þeir trúðu einnig að fórnarlömbin kæmust í flokk þeirra úrvalshermanna í eftirlífinu.
Aðrar þjóðir íAmeríku tóku fanga og notuðu þá sem þræla. Þeir voru látnir vinna í nokkur ár áður en þeir gáfu upp öndina. Oft hefur verið reynt að finna skýringar á því af hverju Astekarnir fórnuðu mönnum og ein skýringin er sú að of margir íbúar hafi verið í landinu en ekki nægur matur fyrir alla.
Astekarnir höfðu ekki þörf fyrir þræla og því voru fangar frekar drepnir en haldið föngnum.