Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Arnaldo Forlani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arnaldo Forlani

Arnaldo Forlani (f. íPesaro,8. desember1925; d. 6. júlí2023) varítalskur stjórnmálamaður, fyrrum félagi íkristilega demókrataflokknum ogforsætisráðherra Ítalíu1980 til1981.

Forlani hóf stjórnmálaferil sinn árið1948 íPesaro, varð ráðherra1968 í fyrstu ríkisstjórnumMariano Rumors en sagði af sér eftir að hann var kosinn aðalritari flokksins árið1969. Hann varð síðanvarnarmálaráðherra í ríkisstjórnAldo Moro1975 ogutanríkisráðherra1976 til1979 og fór formlega með umsókn Ítalíu um aðild aðEfnahagsbandalagi Evrópu árið1977.

Frá18. október1980 til26. júní1981 var hannforsætisráðherra. Á þessum tíma varð uppvíst umfrímúrarastúkunaP2 og hann var talinn ábyrgur fyrir tilraun til að koma í veg fyrir að félagaskrá stúkunnar yrði birt. Þetta varð til þess að hann neyddist til að segja af sér, en síðar, í ríkisstjórnumCraxis, var hann varaforsætisráðherra.

Við Cusani-réttarhöldin í tengslum viðMani pulite1993 var hann kallaður inn sem vitni varðandi ólöglegar greiðslur frá fyrirtækinuMontedison í flokkssjóði demókrataflokksins. Hann svaraði spurningum um þessar greiðslur með því að hann myndi það ekki og áttaði sig ekki á slefi sem hann var með á vörunum enda augljóslega mjög taugaveiklaður. Þessi vitnaleiðsla, sem var sýnd í sjónvarpinu á Ítalíu, varð víðfræg sem nokkurs konar táknmynd fyrir endalok heillar kynslóðar stjórnmálamanna.


Fyrirrennari:
Francesco Cossiga
Forsætisráðherra Ítalíu
(1980 – 1981)
Eftirmaður:
Giovanni Spadolini


Konungsríkið Ítalía
Lýðveldið Ítalía
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Arnaldo_Forlani&oldid=1814786
Flokkar:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp