Jobs fékk tölvuverslunina„The Byte Shop“ til að kaupa 50 tölvur á 500dali stykkið. Því næst pantaði hann íhluti af Cramer Electronics. Jobs tókst eftir ýmsum leiðum, m.a. með því að fá lánaða aðstöðu hjá vinum og ættingjum og með því að selja persónulegar eigur, þ.á m.Volkswagen-rúgbrauðið sitt, að tryggja að nóg væri til af íhlutum á meðan Wozniak og Wayne handsmíðuðu tölvurnar.
iPhone
Fyrirtækið hét Apple Computer Inc. fyrstu 30 árin. Þann9. janúar2007 var orðinu „Computer“ sleppt úr nafninu til þess að endurspegla breyttar áherslur þar sem fyrirtækið eiblíndi ekki lengur á einkatölvuna heldur einnig annarskonar tækjabúnað (iPod, iPhone og Apple TV) og sölu á afþreyingarefni. Frá og með Maí 2010, varð Apple eitt af stærstu fyrirtækjum í heiminum og verðmætasta fyrirtækið í heiminum.
Apple setti á markað fyrstuMacintosh-tölvurnar árið1984.Mac mini er einkatölva sem var sett á markaðinn íjanúar2005, hún er seld án ytri búnaðar á borð við skjá, lyklaborð og mús.iMac er borðtölva sem sett var á markaðinn árið1998 en helsta einkenni hennar er að tölva og skjár eru sambyggð. Power Mac tölvunni var skipt út fyrirMac Pro árið 2006.Xserve erunetþjónar frá Apple. Árið2006 setti Apple á markaðinnMacBook, sem tók við afiBook-fartölvunni.MacBook Pro er öflugri fartölva með 13, 15 eða 17 tommu skjá og er gerð úr áli.
Hvít MacBook
Árið2001 setti Apple á markað tónlistarspilaranniPod. Apple seldi um 450 milljón iPoda en hætti sölu á þeim árið 2022. Apple selur einnigiPhone, sem erfarsími meðWiFi ogBluetooth og innbyggðum iPod og netvafra.
Apple rekur einnig yfir 500 verslanir í 26 löndum, meðal annars íBandaríkjunum,Japan,Bretlandi,Kanada ogÍtalíu. Búðirnar innihalda flestar Apple hluti og einnig vörur frá öðrum framleiðendum. Við þær er einnig tengt verkstæði fyrir Apple-vörur.