Búið er að lýsa yfir 1,5 milljón tegundum af dýrum í um 35 fylkingum. Af þeim eru um 1,05 milljónskordýr. Um 85.000 tegundir dýra erulindýr og um 65.000 eruhryggdýr. Talið er að fjöldi dýrategunda á jörðinni gæti verið allt að 7,77 milljónir. Minnstu dýrin eru aðeins 8,5 μm á lengd (sníkjudýriðMyxobolus shekel), en þau stærstu (steypireyðar) allt að 33,6 metrar. Dýr mynda flókin tengsl viðvistkerfi sín og aðrar tegundir og taka þátt ífæðuvef.Dýrafræði fæst við rannsóknir á dýrum, en rannsóknir á atferli dýra eru gerðar innanatferlisfræði.
Gríski heimspekingurinnAristóteles flokkaði dýr í dýr með blóð og dýr án blóðs.Carl Linneus setti fram fyrstuvísindalegu flokkunina þar sem hann skipti dýrum í sex flokka í bókinniSystema Naturae árið 1735. Árið 1809 greindiJean-Baptiste Lamarck á milli 14 fylkinga dýra. Árið 1874 gerðiErnst Haeckel greinarmun á fjölfruma vefdýrum (Metazoa, sem nú eru einfaldlega kölluð „dýr“) og einfrumafrumdýrum (Protozoa, sem eru ekki lengur flokkuð með dýrum). Í dag reiðir flokkunarfræðin sig í auknum mæli á aðferðirsameindaþróunarfræði til að greinaerfðafræðilegan skyldleika dýrategunda.
Dýr eru einu lífverurnar þar sem frumuknippið sem myndast við upphaf fósturþroskans (1) myndar hola kúlu eðablöðrufóstur (2).
Það er ýmislegt sem aðgreinir dýr frá öðrum lífverum. Sem dæmi má taka að dýr eruheilkjörnungar og oftast fjölfrumungar sem meðal annars aðgreinir þau frágerlum.[4] Ólíkt jurtum og þörungum sem erufrumbjarga (framleiða sína eigin næringu)[5] eru dýrófrumbjarga[6][7] og nærast á lífrænu efni sem þau melta innvortis.[8] Nær öll dýr notaloftháða öndun.[9] Öll dýr eruhreyfanleg[10] og geta fært líkama sinn úr stað á einhverjuæviskeiði, en sum dýr (til dæmis svampar, kórallar, kræklingar og hrúðurkarlar) gerastbotnsætin síðar á ævinni.Blöðrufóstur er stigfósturþroska sem aðeins dýr hafa og gerirfrumusérhæfingu mögulega, sem aftur leiðir til sérhæfðra vefja og líffæra.[11] Flest dýr hafa sérhæfð líffæri eins ogtaugakerfi ,meltingarkerfi ogvöðva.
Öll dýr eru gerð úr frumum sem eru umluktar dæmigerðuutanfrumuefni úrkollageni og sveigjanlegrisykurhvítu.[12] Þegar dýr vaxa myndar þetta utanfrumuefni tiltölulega sveigjanlegan grunn sem frumur geta hreyfst um og skipað sér niður í, sem gerir myndun flóknari eininga mögulega. Utanfrumuefnið geturkalkað og myndað þannig líffæri eins ogbein,skeljar oggadda.[13] Aðrar fjölfruma lífverur, eins og þörungar, jurtir og sveppir, hafa stífa frumuveggi og vaxa því stöðugt.[14] Dýrafrumur eru einstakar að því leyti að þær hafafrumutengi sem nefnasttengideplar,þétttengi oghalddeplar.[15]
Með nokkrum undantekningum (sérstaklega svampdýr og flögudýr) skiptast líkamar dýra í sérhæfðavefi.[16] Meðal þeirra eruvöðvar sem gera dýrinu kleyft að hreyfa sig, ogtaugavefir, sem bera boð til að samræma starfsemi líkamans. Dýr eru auk þess oftast með innrimeltingarfæri með ýmist einu opi (holdýr, kambhveljur og flatormar) eða tveimur (flest tvíhliða dýr).[17]
Nær öll dýr eru fær um einhvers konarkynæxlun.[18] Þau framleiðaeinlitnakynfrumur meðmeiósu, með litlar hreyfanlegarsæðisfrumur og stærri hreyfingarlausareggfrumur.[19] Þessar frumur renna saman og myndaokfrumu.[20] Okfruman skiptir sér meðmítósu og myndar hola kúlu sem nefnistblöðrufóstur. Hjá svampdýrum synda þessi blöðrufóstur á nýja stað, festa sig við botninn og mynda nýjan svamp.[21] Hjá flestum öðrum dýrum gengur blöðrufóstrið í gegnum flóknari umbreytingar:[22] Fyrst breytist það ívembil meðsmeygingu. Vembillinn eða holfóstrið er með meltingarhol og tvö aðgreindkímlög;útlag sem snýr út oginnlag sem snýr inn.[23] Í flestum tilvikum myndast líka þriðja kímlagið,miðlag, á milli þeirra.[24] Kímlögin mynda svo ólíka vefi og líffæri.[25]
Endurtekininnræktun, þar sem mökun á sér stað milli náinna skyldmenna, leiðir yfirleitt tilinnræktarhnignunar í stofninum vegna aukningar á skaðlegumvíkjandi erfðaeinkennum.[26][27] Dýr hafa þróað með sér ýmsar aðferðir til að forðast skyldleikaræktun.[28]
Í töflunni hér fyrir neðan er áætlaður fjöldi tegunda sem lýst hefur verið fyrir helstu fylkingar dýra,[31] ásamt helstu búsvæðum (á landi, í ferskvatni[32] eða í sjó),[33] og hvort þau lifi sjálfstæðu lífi eða sníkjulífi.[34] Áætlaður fjöldi tegunda byggist á fjölda þeirra tegunda sem lýst hefur verið vísindalega. Með ýmsum aðferðum hefur verið spáð fyrir um miklu hærri tölur, en þær eru mjög breytilegar eftir aðferðum. Þannig hefur 25-27.000 tegundum þráðorma verið lýst, en útgefinn áætlaður fjöldi tegunda þráðorma getur verið allt að 100 milljónir.[35] Með því að byggja á mynstrum íflokkunarfræðinni, hefur verið reiknað út að fjöldi dýrategunda gæti verið 7,77 milljónir, ef þau dýr eru meðtalin sem ekki hefur verið lýst.[36][37]
↑de Queiroz, Kevin; Cantino, Philip; Gauthier, Jacques, ritstjórar (2020). „Metazoa E. Haeckel 1874 [J. R. Garey and K. M. Halanych], converted clade name“.Phylonyms: A Companion to the PhyloCode (1st. útgáfa). CRC Press. bls. 1352.doi:10.1201/9780429446276.ISBN9780429446276.S2CID242704712.
↑3,03,13,2Rothmaler, Werner (1951). „Die Abteilungen und Klassen der Pflanzen“.Feddes Repertorium, Journal of Botanical Taxonomy and Geobotany.54 (2–3):256–266.doi:10.1002/fedr.19510540208.
↑Hamilton, William James; Boyd, James Dixon; Mossman, Harland Winfield (1945).Human embryology: (prenatal development of form and function). Williams & Wilkins. bls. 330.
↑Adiyodi, K. G.; Hughes, Roger N.; Adiyodi, Rita G. (júlí 2002).Reproductive Biology of Invertebrates, Volume 11, Progress in Asexual Reproduction. Wiley. bls. 116.ISBN978-0-471-48968-9.
↑Sluys, R. (1999). „Global diversity of land planarians (Platyhelminthes, Tricladida, Terricola): a new indicator-taxon in biodiversity and conservation studies“.Biodiversity and Conservation.8 (12):1663–1681.doi:10.1023/A:1008994925673.S2CID38784755.