Alcoa, Inc. | |
![]() | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | Pittsburgh,Pennsylvanía (1886) |
Staðsetning | ![]() |
Lykilpersónur | Alain Belda |
Starfsemi | Ál |
Tekjur | US$30,4milljarðar (2006) |
Hagnaður e. skatta | US$2,248 billjónir (2006) |
Starfsfólk | 59.000 |
Vefsíða | www.alcoa.com |
Alcoa, Inc. (NYSE: AA) er einn stærstiálframleiðendi heims með starfsstöðvar í 43 löndum víðsvegar um heiminn og um 131 þúsund starfsmenn. Fyrirtækið var stofnað árið 1888 og eru höfuðstöðvar þess íPittsburgh íPennsylvaníufylki íBandaríkjunum. Alcoa er eitt þeirra 30 fyrirtækja sem eru íDow Jones-vísitölunni. Árið2006 tilkynnti fyrirtækið methagnað upp á 160 miljarða króna, mesta hagnað fyrirtækisins í 118 ára sögu þess.[1]
Alcoa var stofnað árið1886 í kjölfar uppgvötunnarCharles Martin Hall árið1886 sem, þá aðeins 23 ára gamall, fann leið til að bræða ál. Þetta gerði hann á sama tíma ogPaul Héroult var að þróa samskonar vinnsluaðferð í Frakklandi. Aðferðin er nefnd eftir þeim,Hall-Héroult-aðferðin. Aðferð þeirra er enn í dag notuð við álframleiðslu.
Alcoa rekurAlcoa-Fjarðaál áÍslandi, en álver fyrirtækisins áReyðarfirði er fyrsta álverið sem Alcoa reisir í rúm 20 ár. Til þess að sjá álverinu fyrir orku hefur verið byggðKárahnjúkavirkjun og hafa staðið miklar deilur um hana. BókinDraumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð sem kom út2006 gagnrýnir bæði virkjunina og fyrirtækið Alcoa fyrir að framleiðahergögn. Þeim ásökunum vísaði fyrirtækið á bug á sínum tíma.[2]
Fjölmiðlar