Albanskt lek (albanska:leku shqiptar;gjaldmiðilstákn: L;ISO 4217: ALL) ergjaldmiðillAlbaníu. Áður skiptist eitt lek í 100qintara. Lekið var tekið upp sem gjaldmiðill Albaníu árið 1926.[1] Áður var Albanía án þjóðargjaldmiðils, en fyrirfyrri heimsstyrjöld notaðist fólk viðtyrkneska pjastra. Upphaflega var lekið águllfæti til 1939 og var ónæmt fyrirverðbólgu.[2] Fimm lek jafngiltu einumgullfranka. Eftirinnrás Ítala í Albaníu var gullforða landsins, 300.000 gullfrönkum, rænt og hann sendur til Berlínar. Ítalar gáfu út nýjar myntir úr stáli og áli og festu gengi leksins viðlíruna. Eftir aðKommúnistaflokkur Albaníu komst til valda 1947 voru eldri gjaldmiðlar felldir úr gildi og nýjar myntir slegnar. Árið 1965 var eitt núll fellt af gjaldmiðlinum. Eftir 1992 voru qintarar felldir úr gildi og nýjar lekmyntir og seðlar voru gefin út 1995 og 1996. Nýir seðlar voru teknir í notkun 2019.
Lekið dregur nafn sitt afAlexander mikla, en nafnið Alexander er oft stytt íLeka á albönsku.[3] Fyrsta lekmyntin var með andlitsmynd af Alexander á annarri hlið og mynd af honum á hestbaki á hinni.
5000-leka seðill. Á honum er mynd af albönsku þjóðhetjunniSkanderbeg.