Fyrsti forseti Kominterns var rússneski kommúnistinnGrígoríj Zínovjev, 1919–1926. Annar forseti sambandsins varNíkolaj Búkharín, 1926–1928. Búlgarski kommúnistinnGeorgíj Dímítrov var síðasti forseti þess, 1935–1943. Fimm manna framkvæmdanefnd stjórnaði sambandinu á milli þinga.
Komintern skipulagði byltingartilraunir víða um heim, meðal annars í Þýskalandi og Eistlandi. Margir aðildarflokkar Kominterns voru bannaðir vegna ólöglegrar starfsemi, til dæmis finnski kommúnistaflokkurinn. Í bókinniÍ álögum, sem kom út í tveimur bindum á íslensku 1942 og 1944, lýsti Jan Valtin, réttu nafniRichard Krebs, undirróðri og skemmdarverkum á vegum Kominterns.
Náin tengsl mynduðust á milli leynilögreglu Ráðstjórnarríkjanna og Kominterns, og var forstöðumaður starfsmannadeildar Kominterns,Míkhaíl Trílísser, í raun og veru yfirmaður hinnar erlendu deildar leynilögreglunnar og notaði þá dulnefnið Míkhaíl Moskvín. Talið er, að 133 af 492 starfsmönnum Kominterns hafi týnt lífi íhreinsunum Stalíns.
Komintern var lagt niður að skipunStalíns 1943 þegar hann vildi þóknast bandamönnum sínum íseinni heimsstyrjöldinni, Bretum og Bandaríkjamönnum.
Fulltrúar íslenskra kommúnista á öðru þingi Kominterns í Moskvu 1920 voruBrynjólfur Bjarnason og Hendrik Siemsen Ottósson. ÁLenín að hafa á því þingi haft orð á hernaðarlegu mikilvægi Íslands í hugsanlegri styrjöld. Á því þingi voru Moskvusetningarnar samþykktar, meðal annars með atkvæðum íslensku fulltrúanna, en þær kváðu á um skilyrðislausa hlýðni einstakra kommúnistaflokka við Komintern.
Fulltrúar íslenskra kommúnista á þriðja þingi Kominterns í Moskvu 1921 voruÓlafur Friðriksson og Ársæll Sigurðsson. Eftir það þing tókÓlafur Friðriksson með sér munaðarlausan ungling til Íslands, sem vísað var úr landi vegna smitandi augnsjúkdóms, og urðu af því átök, sem kölluð hafa verið „Drengsmálið“.
Fulltrúi íslenskra kommúnista á fjórða þingi Kominterns í Moskvu 1922 varÓlafur Friðriksson. Olli utanför hans hörðum deilum í Alþýðuflokknum, en hann var þá ritstjóriAlþýðublaðsins. Margir Alþýðuflokksmenn voru andvígir Komintern.
Fulltrúi íslenskra kommúnista á fimmta þingi Kominterns í Moskvu 1924 varBrynjólfur Bjarnason. Var þar samþykkt ályktun um Ísland, sem kvað á um, að stofna þyrfti sérstakan kommúnistaflokk í landinu, en ekki fyrr en eftir nokkurn undirbúning.
Brynjólfur Bjarnason og Hendrik Siemsen Ottósson voru fulltrúar Alþýðuflokksins á öðru þinginu 1920. Íslendingar á næstu þingum Kominterns voru hins vegar ekki fulltrúar Alþýðuflokksins, heldur Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur, semÓlafur Friðriksson og bandamenn hans í röðum ungra kommúnista réðu yfir. Samband ungra kommúnista, sem stofnað var snemma árs 1924, var hins vegar aðili að Alþjóðasambandi ungra kommúnista, sem var í samstarfi við Komintern.
Eggert Þorbjarnarson starfaði á vegum Kominterns við Lenínskólann í Moskvu 1934–1937. Hann var framkvæmdastjóriSósíalistaflokksins, 1943–1957.
Fulltrúar íslenskra kommúnista á sjöunda (og síðasta) þingi Kominterns í Moskvu 1935 voruBrynjólfur Bjarnason ogEinar Olgeirsson (sem var áheyrnarfulltrúi).
Kommúnistaflokkur Islands var lagður niður 1938, þegar kommúnistar gengu til samstarfs við vinstra armAlþýðuflokksins og stofnuðuSósíalistaflokkinn.