Ahmed al-Sharaa (f. árið1982 í Ríad í Sádi-Arabíu), einnig þekktur semAbu Mohammed al-Jolani (stundum skrifað al-Jawlani eða al-Julani) er sýrlenskur hernaðarleiðtogi og starfandi forseti Sýrlands. Sharaa var áður leiðtogiHayat Tahrir al-Sham (HTS), íslamskra stjórnmála- og hernaðarsamtaka sem börðust ísýrlensku borgarastyrjöldinni.
Ahmed al-Sharaa leiddi skyndisókn HTS og bandamanna þeirra í norðvesturhluta Sýrlands síðla árs2024 sem leiddi til falls ríkisstjórnarBashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, á innan við tveimur vikum. Sharaa fer nú fyrir bráðabirgðastjórn í Sýrlandi.
Ahmed al-Sharaa fæddist íRíad íSádi-Arabíu en foreldrar hans voru Sýrlendingar fráGólanhæðum. Hann ólst upp í sýrlensku höfuðborginniDamaskus. Að eigin sögn var Sharaa innblásinn afannarri uppreisn Palestínumanna og ákvað að gerast vígamaður eftir að Bandaríkjamenn gerðuinnrás í Írak árið 2003. Hann gekk til liðs við hryðjuverkasamtökinal-Kaída og reis fljótt til metorða innan þeirra, meðal annars vegna þekkingar sinnar á Sýrlandi.[1] Á þessum tíma tók Sharaa upp viðurnefnið Abu Mohammed al-Jolani, með vísan í Gólanhæðir, þaðan sem fjölskylda hans er upprunnin.[2]
Talið er að Sharaa hafi setið í bandarísku fangelsi í Írak í nokkur ár en hann sneri aftur til Sýrlands árið 2011 með sex menn og töluvert magn peninga.Abu Bakr al-Baghdadi, þáverandi leiðtogial-Kaída í Írak og verðandi leiðtogiÍslamska ríkisins, hafði gefið Sharaa það verkefni að stofna deild hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi. Sharaa tók því þátt í að stofnaAl Nusra-fylkinguna.[1] Ólíkt Íslamska ríkinu var Al-Nusra-fylkingin sýrlensk þjóðernishreyfing sem lagði höfuðáherslu á að komaBashar al-Assad frá völdum og stofna íslamskt fyrirmyndarríki innan landamæra Sýrlands.[3]
Árið 2014 hóf Al Nusra-fylkingin að sækja í sig veðrið með umfangsmiklum árásum íIdlibhéraði, þar sem hreyfingin sigraði aðra uppreisnarhópa og tók frá þeim vopn og annan búnað sem þeir höfðu þegið frá Bandaríkjunum.[4] Al Nusra-fylkingin lagði borginaIdlib undir sig að fullu í september 2015.[5]
Árið 2016 tilkynnti Sharaa að Al Nusra-fylkingin hygðist slíta tengslum sínum við al-Kaída.[6] Nafni hreyfingarinnar var jafnframt breytt í Jabhat Fateh al-Sham. Sharaa sagði hreyfinguna ekki vilja eiga nein tengsl við erlendar hreyfingar og að breytingin væri jafnframt ætluð til þess að fjarlægja þann fyrirslátt sem stjórnarher Assads og rússneskra bandamanna hans hefði notað til að gera árásir á óbreytta borgara á yfirráðasvæði Al Nusra í Idlib. Talið er að breytingin hafi einnig verið ætluð til þess að bæta samband hópsins við aðrar uppreisnarhreyfingar í Sýrlandi.[7] Árið 2017 sameinaðist hópurinn öðrum hreyfingum og myndaði uppreisnarhreyfingu undir nýju nafni,Hayat Tahrir al-Sham (HTS).[8]
Sem leiðtogi HTS reyndi Sharaa að auka lögmæti samtakanna í augum umheimsins og koma í veg fyrir að stórveldi heimsins gerðu árásir á yfirráðasvæði þeirra í nafni baráttu gegn hryðjuverkum. Liðsmenn HTS börðust gegn vígamönnum al-Kaída og Íslamska ríkisins og útveguðu Bandaríkjamönnum upplýsingar um háttsetta meðlimi Íslamska ríkisins á svæðinu. Talið er að liðsmenn HTS hafi ráðið niðurlögumAbu al-Hussein al-Husseini al-Qurashi, þáverandi leiðtoga Íslamska ríkisins, í deilum milli hópanna.[1]
Frá árinu 2016 stýrði Sharaa nokkurs konar smáríki í Idlib, þar sem fjórar milljónir manns búa. Hann lagði áherslu á að byggja upp sveitir sínar, bæta þjálfun þeirra og undirbúa þær fyrir frekari átök. Stjórn hans lét handtaka og ráða af dögum menn sem voru taldir geta ógnað stöðu hans sem leiðtoga Idlib og lét jafnframt bæla niður og í einhverjum tilvikum pynta mótmælendur gegn stjórninni. Sharaa segir þetta ekki hafa verið gert með hans blessun og að HTS hafi refsað þeim sem frömdu slíka glæpi.[1]
Í nóvember 2024 hóf HTS skyndisókn frá Idlib-héraði gegn stjórnarhernum og tók yfirAleppó þann 4. desember.[9] Stjórnarherinn náði ekki að veita HTS sterka mótspyrnu og hver borgin féll á fætur annarri á örskömmum tíma þar til höfuðborgin Damaskus féll þann 8. desember. Bashar al-Assad flúði úr landi og hafið var að færa stjórn landsins í hendur Sharaa og HTS.[10]
Eftir sigurinn gegn Assad hefur Sharaa lagt áherslu á að Sýrland undir hans stjórn muni ekki líkjastAfganistan undir stjórnTalíbana, einkum í málefnum kvenna.[11] Hann hefur heitið því að virða minnihlutahópa[12] og segist styðja menntun kvenna.[13]
Ahmed al-Sharaa tók formlega við embætti forseta Sýrlands til bráðabirgða þann 29. janúar 2025.[14] Hann hefur heitið því að lýðræðislegar forsetakosningar verði haldnar í landinu eftir fjögur ár.[15]
Í mars 2025 brutust út átök í strandhéruðum Sýrlands milli hers al-Sharaa og hersveita sem enn studdu Bashar al-Assad. Að minnsta kosti 1.383 óbreyttir borgarar, aðallegaAlavítar, voru teknir af lífi í átökunum af öryggissveitum al-Sharaa og stuðningsmönnum stjórnar hans.[16]
Þann 14. mars undirritaði al-Sharaa nýja sýrlenska stjórnarskrá til næstu fimm ára. Í henni eru tjáningarfrelsi og kvenréttindi tryggð og tekið fram að konur skuli hafa rétt til atvinnu og menntunar og að félagsleg, pólitísk og efnahagsleg réttindi þeirra skuli tryggð. Samkvæmt stjórnarskránni er bannað að upphefja stjórnartíð Assads og draga úr alvarleika glæpa stjórnar hans. Áskilið er í stjórnarskránni að leiðtogi Sýrlands skuli vera múslimi og að lagasetning sé í höndum þings fram að kosningum. Þriðjungur þingsins á að vera skipaður af forsetanum.[17]