Tilgangur þunglyndislyfja er að draga úr einkennum ofangreindra sjúkdóma til þess og auðvelda sjúklingum að eiga í samskiptum við aðra. Þunglyndislyf geta valdið ýmsumaukaverkunum svo sem mildum óþægindum, minnkaðrikynhvöt,stinningarvandamálum hjá körlum ogleggangaþurrki hjá konum. Í alvarlegum tilvikum þarf að hætta notkun þunglyndislyfja.[1]
Notkun þunglyndislyfja er mismikil eftir löndum.Íslendingar nota mest allraOECD-þjóða af þunglyndislyfjum og er notkun þeirra tvisvar til þrisvar sinnum meiri en á hinumNorðurlöndunum. Notkunin hefur aukist um 40% síðastliðin tíu ár og hafa 3% unglinga undir 15 ára aldri fengið þunglyndislyf. Ekkert bendir þó til þess að tíðni þunglyndissjúkdóma sé meiri á Íslandi en í öðrum OECD-löndum.[2]
Einstaklingar meðgeðhvörf eru yfirleitt á jafnvægislyfjum (e. mood stabilizers). Einhverjir með geðhvörf á þunglyndislyfjum hafa fengið maníu[3] en ekki eru nægjanlegar rannsóknir til að sanna orkasamband þar á milli.[4]Sumir sjúklingar með geðhvörf fá eingöngu þunglyndislyf og eru þau oft gefin með öðrum jafnvægisstillandi lyfjum.[5]
Ekki er vitað með fullri vissu hvernig þunglyndislyf virka, en viðurkenndasta skýringin er sú að þau virki með því að hafa áhrif á styrk mónóamín-taugaboðefna (serótóníns,noradrenalíns ogdópamíns) í heilanum.[6]
↑Anders Thorkild Bechgaard, Guðmunda Sirrý Arnardóttir, Glennie Marie Almer, Maj Vinberg (2023).Geðhvörf fyrir byrjendur. Landspítali.ISBN978-9935-9133-3-3.