Þilfarið á skipinuFalls of the Clyde er úr járni með gólf úr timbri og nokkur þilfarshús.
Þilfar eðadekk er á stærriskipum lárétt plata eða gólf sem liggur yfirskipsskrokknum öllum eða að hluta, ver áhöfn og farm fyrir veðri og vindum og er aðalvinnusvæði skipsins. Á stærri skipum geta verið mörg þilför hvert upp af öðru líkt og hæðir í húsi. Sum þilför bera sérstök nöfn eftir því hvert hlutverk þeirra er.
Tilkomaþilskipa með samfellt, vatnsþétt þilfar stafna á milli markaði ákveðið skref í þróunútgerðar. Slík skip var fyrst farið að nota að marki áÍslandi á19. öld.