Þýskaland (þýska:Deutschland;framburðurⓘ), opinberlegaSambandslýðveldið Þýskaland (þýska:Bundesrepublik Deutschland), er land íMið-Evrópu. Þýskaland er að flatarmáli sjöunda stærsta ríkiEvrópu og spannar rúmlega 357 þúsund km². Landið liggur milliNorðursjávar ogEystrasalts aðAlpafjöllum í suðri. Það er líka næstfjölmennasta land Evrópu með 83 milljónir íbúa. AðeinsRússland er fjölmennara. Þýskaland á landamæri aðDanmörku í norðri,Póllandi ogTékklandi í austri,Austurríki ogSviss í suðri, ogFrakklandi,Lúxemborg,Belgíu ogHollandi í vestri. Höfuðborgin og stærsta borgin erBerlín, en fjármálamiðstöð landsins er íFrankfurt. Stærsta þéttbýlissvæði Þýskalands er íRuhr.
Hugtakið „þýskt“ kemur fyrst fyrir í lok 11. aldar íAnnokvæði semDiutischemi lande, Diutsche lant, Diutischimo lante („þýsk lönd“) fyrirAustur-Frankaríki þar semgermönskumælandi þjóðflokkar bjuggu, til aðgreiningar fráVestur-Frankaríki, þar semfornfranskar mállýskur voru talaðar. OrðiðDeutsch er dregið affornháþýskudiutisc afdiot samanbergotneskuþiuda „þjóð“, þ.e. „tengd þjóðinni, alþýðilegur“[1] og á við um tungumálin. Orðið varð síðartysk á dönsku,þýska á íslensku, ogtedesco á ítölsku.
Þýskaland var lengi vel eingöngu mállandafræðilegt hugtak sem náði yfir stærra landsvæði en núverandi Þýskaland (Belgíu, Holland [samanber enska heitiðdutch], Sviss, Liechtenstein, Lúxemborg, Austurríki, Suður-Týról/Alto Adige á Ítalíu og Elsass í Frakklandi), en ríkið var kallaðHeilaga rómverska ríkið frá 12. öld. Talað var um „þýska þjóð“ fram til ársins 1806. Fyrst eftir byltinguna 1919 nefndist ríkið opinberlega „Þýskaland“.
Enska heitiðGermany og það rússneska og ítalskaGermania eru dregin af latneska orðinuGermania en það nefnduRómverjar landið handan eigin ríkis, norðan viðDóná og austan viðRínarfljót. Franska heitiðAllemagne (svipað á spænsku, portúgölsku, arabísku og tyrknesku) er dregið af orðinuAlemanni sem er heiti á germönskum þjóðflokki sem bjó við frönsku landamærin við Rínarfljót. Slavneskar þjóðir, Ungverjar og Rúmenar nota nafn af rótinninemez sem þýðir „mállaus“, í merkingunni „sá sem talar ekki (okkar) tungumál“, enslava er líklega dregið af orðinu yfir „orð“.
Athyglisvert er að nafn fyrir landið (Þýskaland) og þjóðarheitið (Þjóðverjar) eru í sumum málum dregin af mismunandi rótum. Þýskaland var stundum kallað „Þjóðverjaland“ í íslenskum ritum frá 19. öld en orðmyndin Þýskaland er mun eldri. Á ítölsku heitir landiðGermania en þjóðinTedeschi og tungumáliðtedesco.
Þýsk tunga og samkennd meðal Þjóðverja er yfir þúsund ára gömul en sameinað þýsktþjóðríki varð þó ekki til fyrr en með stofnun Þýska keisaradæmisins árið1871.
Þýskaland rekur uppruna sinn tilVerdun-samningsins frá843 en með honum varFrankaveldi skipt upp í vesturhluta sem varð aðFrakklandi nútímans, miðhluta sem tók yfirNorður-Ítalíu,Niðurlönd og fleiri svæði og austurhluta sem myndaðiHið heilaga rómverska keisaradæmi. Það var til í ýmsum myndum allt til1806 en var þó aldrei meira en mjög laustengt bandalag smá konungsríkja og hafði auk þess fleiri þjóðir en þá þýsku innan sinna vébanda.
Í valdatíðÁgústusar hófuRómverjar, undir forystu rómverska herforingjansPubliusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystuArminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar íorrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt aðRín ogDóná utanRómaveldis. Um100 e.Kr., þegar ritTacitusarGermanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.
Þýskalandmiðalda átti rætur að rekja til veldisKarlamagnúsar, en hann var krýndur keisari25. desember árið800. Árið843 var ríkinu skipt upp í þrjá hluta meðVerdun-sáttmálanum. Einn hluti ríkis Karlamagnúsar, Hið heilaga rómverska keisaradæmi, var til í einni mynd eða annarri til ársins1806. Landsvæði þess náði fráEgðu í norðri tilMiðjarðarhafs í suðri.
Á árunum919 –1024 voru furstadæmin Lothringen, Saxland, Frankaland, Schwaben, Türingen og Bæjaraland innlimuð. Árin1024 –1125 lagði Hið heilaga rómverska keisaradæmi undir sigNorður-Ítalíu og Búrgund en á sama tíma misstu keisarar Hins heilaga rómverska keisaradæmis völd til kirkjunnar. Á árunum1138 –1254 jukust áhrif þýskrafursta í suðri og austri á landsvæðumSlava. Bæir í Norður-Þýskalandi uxu og döfnuðu innanHansasambandsins.
Árið1530, eftir að umbótatilraunirmótmælenda innankaþólsku kirkjunnar mistókust, var ný kirkja mótmælenda stofnuð í mörgum af þýsku ríkjunum. Þetta leiddi til innbyrðis deilna Þjóðverja,30 ára stríðsins sem háð var frá1618 til1648 og lauk meðVestfalska friðinum. Eftir þessi átök reyndust Þjóðverjar illa undirbúnir til að takast á viðNapóleon sem réðst inn í lönd Þjóðverja og leysti upp Hið heilaga rómverska keisaradæmi. Upp frá því varðFrakkland að erkióvini Þjóðverja fram yfirsíðari heimsstyrjöld.
Mestu varanlegu áhrifin af upplausn Hins heilaga rómverska keisaradæmis voru þau aðAusturríki, sem hafði þá lengi verið öflugasta þýska ríkið, fjarlægðist þau norð- og vestlægari.Vínarfundurinn, ráðstefna sem sigurvegararNapóleonsstyrjaldanna héldu, var settur í nóvember1814 og stóð til júní1815. Á ráðstefnunni var ákveðið að stofnaÞýska sambandið, laustengt bandalag 39fullvelda.
Byltingarnar í Frakklandi 1848 höfðu mikil áhrif á sjálfstæðisanda innan Þýska Sambandssins og greina mátti vísi aðþjóðernisstefnu. Byltingarandinn leiddi til þess að vald konunganna í ríkjunum 39 dvínaði.Otto von Bismarck var gerður að forsætisráðherra íPrússlandi en hann lagði mikið upp úr hernaðarstyrk ríkisins. Árið1864 hafði þýska sambandið undir sameiginlegri stjórn Austurríkis og Prússlands betur ístríði gegnDanmörku en upp úr samkeppni þessa tveggja jafningja varðþýska stríðið árið1866 þar sem Prússland hafði betur. Undir þessum kringumstæðum gat Bismarck stofnaðNorður-þýska sambandið og undanskilið Austurríki, fyrrum sterkasta þýska ríkinu, frá aðild.
Nasistar kölluðu veldi sittÞriðja ríkið og það var við lýði í tólf ár,1933 –1945. Sú stefna nasista að komast yfir landsvæði í nágrannalöndum og skapa Þjóðverjum þannig „lífsrými“ (Lebensraum) var ein af mörgum ástæðum fyrir upphafisíðari heimsstyrjaldar þann1. september1939.Þýskaland og bandamenn þess unnu stóra sigra í fyrri hluta stríðsins og lögðu undir sig stóran hlutaEvrópu. Eftir innrásina íSovétríkin22. júní1941 og stríðsyfirlýsingu gegnBandaríkjunum11. desember sama ár fór að halla undan fæti fyrir Þjóðverja, þeir gáfust upp8. maí1945 eftir að Hitler framdisjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi sínu íBerlín en þá var her Sovétmanna að ná borginni á sitt vald. Ofsóknir á hendur gyðingum og síðarhelförin, skipulögð tilraun til að útrýmagyðingum í Evrópu, var alræmt stefnumál nasista á millistríðsárunum og í heimsstyrjöldinni síðari.
Eftir Heimsstyrjöldina síðari misstu Þjóðverjar mikil landsvæði í austri þar sem nú erPólland og þurftu milljónir Þjóðverja að flytja sig frá þessum svæðum. Því svæði sem var eftir var skipt í hernámssvæðiBandaríkjamanna,Breta,Frakka ogSovétmanna. Þegarkalda stríðið hófst var Þýskalandi skipt í tvennt þar sem hernámssvæði Sovétmanna myndaði Þýska alþýðulýðveldið (Deutsche Demokratische Republik) eðaAustur-Þýskaland og hernámssvæði hinna þjóðanna myndaði Sambandslýðveldið Þýskaland (Bundesrepublik Deutschland) eðaVestur-Þýskaland.Berlín hafði einnig verið skipt í fjögur hernámssvæði þrátt fyrir að borgin væri öll innan Austur-Þýskalands. Austur-Berlín var gerð að höfuðborg Austur-Þýskalands en Vestur-Berlín varð aðútlendu sem vesturveldin héldu gangandi. Austur-Þjóðverjar höfðu áhyggjur af því að fólkið í austurhlutanum myndi flýja vestur og byrjuðu því að reisaBerlínarmúrinn og var hann fullreistur1963 og stóð fram á árið1989.
Nyrsti punktur Þýskalands er kallaðurEllenbogen og er við norðurodda eyjarinnarSylt. Rétt sunnan hans er bærinnList sem er nyrsti bær landsins. Syðsti punktur landsins er viðHaldenwanger Eck íbæverskuÖlpunum. Þar er bærinnOberstdorf en hann er syðsti bær landsins. Austasti punktur landsins er við ánaNeisse viðpólsku landamærin. Austasti byggðarkjarninn er borginGörlitz. Vestasti punktur landsins er héraðiðSelfkant viðhollensku landamærin, norðan borgarinnarAachen.
Þýskalandi má skipta í þrjá landfræðilega afmarkaða hluta. Nyrst er norðurþýska láglendið (Norddeutsche Tiefebene). Sunnar hækkar landið og skiptist þá í meðalhá fjalllendi (Mittelgebirge) og stóra dali. Af helstu fjallgörðum má nefnaHarzfjöll, (Harz) ogSvartaskóg (Schwarzwald). Syðst eru svoAlpafjöll, en þau eru hæsti og stærsti fjallgarður Þýskalands. Þar er hæsta fjall landsins,Zugspitze, sem er 2.962 metra hátt og markar landamærin á milli Þýskalands ogAusturríkis.
Í Þýskalandi eru mýmargar ár. Þar eiga stórfljót eins ogDóná upptök sín (í Svartaskógi). Flestar ár renna til norðurs og munda íNorðursjó eðaEystrasalti (eða eru þverár þessara áa). Eina undantekningin er Dóná, sem rennur til austurs og mundar íSvartahafi.
Stærstu ár landsins (listinn miðast við lengd ánna innanlands):
Friedrich Merz hefur verið kanslari Þýskalands frá 2025.
Þýskaland ersamband 16sambandslanda sem kallast á þýskuLänder (eintala:Land) eða óformlegaBundesländer (eintala:Bundesland). Sambandslöndin hafa mikið sjálfstæði og búa öll viðþingræði með þingkjörinniríkisstjórn (Landesregierung,Staatsregierung eðaSenat) undir forsætiforsætisráðherra (Ministerpräsident,Regierender Bürgermeister eðaPräsident des Senats). Þing sambandslandanna (Landtag,Abgeordnetenhaus eðaBürgerschaft) eru kosin til fimm ára í öllum ríkjum nema Brimum. Kjörtímabilin voru lengd úr fjórum árum í fimm í kringum aldamótin 2000. Stjórn hvers sambandslands sendir 3-6 fulltrúa eftir íbúafjölda áSambandsráð Þýskalands (Bundesrat), en það er fulltrúaráð sem er sambærilegt öldungadeildum sumra þjóðþinga.
Sambandsþing Þýskalands (Bundestag) er kosið til fjögurra ára í senn. Það ogSambandsráð Þýskalands fara saman með þau mál sem stjórnarskrá Sambandslýðveldisins Þýskalands hefur ekki falið þingum og ríkisstjórnum sambandslandanna. Við þingkosningar hafa allir ríkisborgarar eldri en 18 ára kosningarétt og tvö atkvæði. Svokallað fyrsta atkvæði (Erststimme) gildir í einmenningskjördæmum sem skipa 299 sæti á þinginu. Þar gildir einfaldur meirihluti. Samkvæmt öðru atkvæðinu (Zweitstimme) reiknast heildar sætaskipting í hverju sambandslandi fyrir sig og gefur að minnsta kosti önnur 299 sæti á sambandsþinginu. Flokkur eða listi nær manni á þing ef hann fær 5% allra gildra atkvæða á landslista, nema hann hafi náð að minnsta kosti 4 einmenningskjördæmum, þá umreiknast hans atkvæðafjöldi í sæti þótt hann hafi annars ekki náð 5%. Heildarfjöldi sæta sveiflast til af því að reglulega kemur fyrir að flokkur (aðallega CDU og CSU, en líka SPD) nái fleiri sætum í einmenningskjördæmum á stökum landslista en annað atkvæðið gefur til kynna. Fær þá flokkurinn að halda öllum þessum einmenningssætum (svokölluðum umframsætum), en síðan 2013 fá hinir flokkar jöfnunarsæti af landslista. Þannig voru þingsæti eftir kosningar í september 2013 ekki 598 heldur 631, þ.e. 33 umfram- og jöfnunarsæti voru á þingi aukalega. Ef þingmaður af lista með umfram- eða jöfnunarsæti hverfur af þingi á kjörtímabilinu kemur enginn nýr af listanum. Þannig getur fjöldi þingmanna dregist saman á kjörtímabili.
Sambandsstjórn Þýskalands (Bundesregierung) starfar ekki í umboði forsetans eins og á Íslandi, heldur uns þingið kýs nýjankanslara, venjulega í kjölfar sambandsþingkosninga, en það getur líka gerst á miðju kjörtímabili.Kanslari Þýskalands (kk.:Bundeskanzler, kvk.:Bundeskanzlerin) er æðsti stjórnandi sambandsstjórnarinnar. Það er á hans valdsviði að setja fram pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar og hann tilnefnir ráðherra og aðstoðarmenn ráðherra sem forsetinn skipar svo í embætti. Samt sem áður tekur ríkistjórnin allar ákvarðanir með atkvæðagreiðslu á ríkisstjórnarfundum. Ákæra gegn kanslara eða ráðherrum er ekki leyfileg, hins vegar getur þing einfaldlega kosið nýjan kanslara eftir þriggja daga umhugsunarfrest, eftir að tillaga um slíkt hefur verið lögð fram.
Forseti Þýskalands (Bundespräsident) erþjóðhöfðingi landsins. Hann er kosinn til fimm ára á sameiginlegum kjörfundi þar sem allir þingmenn sambandsþingsins og jafnmargir sem kjörnir voru af þingum sambandsríkjanna hafa kosningarétt. Einungis eitt endurkjör er leyfilegt í senn. Staða hans samkvæmt stjórnarskrá er ekki mjög sterk, en það var gert viljandi eftir slæma reynslu af einræði Hitlers. Forsetinn skipar þó formlega alla embættismenn sambandslýðveldisins og veitir þeim lausn. Hann tilnefnir kanslaraefni við þingið og leysir þingið upp við þær kringumstæður sem stjórnaskráin skilgreinir. Hann staðfestir öll lög til birtingar með undirskrift sinni.[3] Forseti Þýskalands gerir samninga við erlend ríki en þeir þurfa alltaf á staðfestingu viðkomandi þings (sambands- eða sambandsríkisþing) að halda. Svigrúm hans til sjálfstæðrar ákvarðanatöku er því takmarkað undir venjulegum kringumstæðum. Í neyðartilfellum getur mikilvægi hans aukist gríðarlega. Frá stofnun embættisins 1949 hefur forsetinn synjað lögum staðfestingar níu sinnum. Engin regla er um þannig stöðu, en þingið reyndi að bregðast við athugasemdum forsetans. Réttur forsetans til að synja lögum undirskriftar er umdeildur.[4]
Ekki er gert ráð fyrirþjóðaratkvæðagreiðslum (Volksabstimmung) í stjórnarskrá Sambandslýðveldisins Þýskalands nema við mjög afmörkuð tilefni: breytingar á skipulagi landsins (tilfærsla landamæra eða sameining/skipting sambandsríkja) og upptöku algjörlega nýrrar stjórnarskrár. Þetta var sett í stjórnarskrána eftir slæma reynslu á tímumWeimar-lýðveldisins á millistríðsárunum. Kröfur um að setja þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána hafa þó verið gerðar reglulega. Í dag gera hins vegar allar stjórnarskrár sambandsríkjanna ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og jafnvel lagafrumvörpum utan þings, ef nægilega margir sýna stuðning við þau í formlegri undirskriftasöfnun (Volksbegehren, „krafa þjóðarinnar“). Sama gildir um atkvæðagreiðslur á sveitastjórnarstigi.
Þýskaland er stærstahagkerfi íEvrópu og fjórða stærsta hagkerfi heims á eftirBandaríkjunum,Alþýðulýðveldinu Kína ogJapan.[5] Það er sjötta öflugasta hagkerfi heims miðað viðkaupmátt.[6] Útflutningsvörur eru ein meginstoð þýska hagkerfisins. Þýskaland er annað mesta útflutningsland heims en útflutningtekjur þess námu 1.337 milljörðumdollara árið2010.[7] EinungisAlþýðulýðveldið Kína flytur meira út heldur en Þýskaland. Stærstur hluti útflutningsvara erubifreiðar,vélar ogefni. Þýskaland er stærsti framleiðandivindhverfla í heimi.
Íbúar Þýskalands eru rúmlega 80 milljónir samkvæmt manntali frá 2011[8] og náðu 83,1 milljón árið 2019.[9] Þýskaland er því fjölmennasta land Evrópusambandsins og annað fjölmennasta land Evrópu á eftirRússlandi. Það er 19. fjölmennasta land heims.Þéttleiki byggðar er 227 íbúar á ferkílómetra.Frjósemishlutfallið er 1,57 börn á konu (miðað við 2022), sem er undir jafnvægishlutfallinu 2,1 og eitt af lægstu hlutföllum heims.[10] Frá því á 8. áratugnum hefurdánartíðni í Þýskalandi verið hærri en fæðingartíðni, en bæði fæðingartíðni og aðflutningur fólks hefur aukist á 2. áratug 21. aldar. Þjóðverjar eru 3. elsta þjóð heims, með 47,4 áramiðaldur.[10]
Þýskaland er í öðru sæti yfir áfangastaði innflytjenda í heiminum, á eftir Bandaríkjunum.[12] Flestir innflytjendur búa í Vestur-Þýskalandi, sérstaklega í þéttbýli. 18,6 milljón íbúar (22,5%) voru innflytjendur eða börn innflytjenda árið 2016 (þar á meðal afkomendurþýskra innflytjenda).[13] Árið 2019 var Þýskaland í 7. sæti Evrópusambandslanda yfir hlutfall flóttafólks af íbúafjölda landsins, sem var 13,1%.[14]
Í Þýskalandi eru fjórar milljónaborgir. Tíu aðrar eru með meira en hálfa milljón íbúa. Stærsta þéttbýlissvæði Þýskalands erRuhr-hérað íNorðurrín-Vestfalíu en þar búa allt að ellefu milljón manns á tiltölulega litlu svæði.
Segja má að í landinu séu tvær stórar kirkjur, nær jafnstórar, sem skipta þjóðinni í tvennt. 27,2% íbúanna tilheyrakaþólsku kirkjunni, en hún er mest í vestur- og suðurhluta landsins. 24,9% íbúanna tilheyramótmælendum, mestlútersku kirkjunni en mótmælendur eru aðallega í norðurhluta landsins. 38,8% íbúanna tilheyra engri kirkju, aðallega í austurhluta landsins, enda var sá hlutiundir stjórn kommúnista í hartnær 40 ár.Múslímar eru 5,2% þjóðarinnar og vegur þar mest sá mikli fjöldiTyrkja sem í landinu búa.Gyðingar eru um það bil 106 þúsund talsins en það gerir aðeins tæplega 0,13%.[15]