Salem er höfuðborg Oregon, en stærsta borg fylkisins erPortland.Eugene er þriðja stærsta borgin. Borgir þessar eru íWillamette-dal þar sem 70% íbúa fylkisins búa. Um 4,2 milljón manns býr í Oregon (2020).
Svæðið sem nú er Oregon er talið hafa verið byggt mönnum í um 15.000 ár líkt hellaristur úr Fort Rock hellinum hafa sýnt. Síðar könnuðu Evrópumenn svæðið og voru Spánverjar fyrstir á 16 öld. BretinnJames Cook kannaði Kyrrahafsströndina árið1778. Árið 1859 varð Oregon fylki í Bandaríkjunum.
Vesturhluti Oregon er í meira mæli frjálslyndur og vinstrisinnaður á meðan íbíar vestan Fossafjalla eru hægrisinnaðir.Marijúana er löglegt og neysluskammtar fyrir harðari efni ekki refsiverðir.Beint líknardráp var lögleitt árið 1994 í ríkinu (Death with Dignity Act).Dauðarefsing hefur ekki verið notuð þar síðan 1997.
70% íbúa býr í Willamette-dalnum. Timburiðnaður og laxveiði eru mikilvægar atvinnugreinar. Um 78% íbúa eru hvítir, 12% mið- og suður- amerískir, 2% svartir, 4% asískir og 1% frumbyggjar.