Nafnið Írak kemur úr arabísku, العراقal-ʿIrāq, og hefur verið notað frá því fyrir 6. öld. Ýmsar kenningar eru til um uppruna þess. Hugsanlega er það dregið af nafni borgarinnarÚrúk (Erek í Biblíunni) sem erakkadísk útgáfa á heiti súmersku borgarinnar Urug, sem er dregið af súmerska orðinu yfir „borg“ (UR). Arabísk alþýðuskýring á heitinu er að það merki „með djúpar rætur, vel vökvuð, frjósöm“.
Á miðöldum var til hérað sem nefndistʿIrāq ʿArabī („arabíska Írak“) í Neðri-Mesópótamíu ogʿIrāq ʿajamī („erlenda Írak“) þar sem nú eru vestur- og miðhluti Íran. Heitið náði yfir sléttuna sunnan viðHamrinfjöll en ekki nyrstu og vestustu hluta þess sem í dag nefnist Írak.
OrðiðSawad („svart land“) var líka notað snemma á miðöldum yfir frjósama flóðsléttu Tígris og Efrat til aðgreiningar frá arabísku eyðimörkinni. Á arabísku merkir عراق „faldur“, „strönd“, „bakki“ eða „brún“ og var því í alþýðuskýringum túlkað sem „brekka“ eða „hamar“ með vísun í suðurbrún Efri-Mesópótamíu eðaal-Jazira sem myndar norðurmörkal-Iraq arabi.
Írak liggur milli 29. og 38. breiddargráðu norður og 29. og 49. lengdargráðu austur (lítill hluti liggur vestan við 39. gráðu). Landið er 437.072 ferkílómetrar að stærð, sambærilegt viðKaliforníu og aðeins stærra enParagvæ.
Írak á 58 km langa strönd að norðurhlutaPersaflóa. Landið er á vatnasviðiTígris ogEfrat sem renna í suðurátt eftir landinu endilöngu og saman í ánaShatt al-Arab sem síðan rennur stutta leið út í Persaflóa. Það nær yfir norðvesturendaSagrosfjalla og austurhlutaSýrlensku eyðimerkurinnar.
Við árnar tvær eru frjósamarársléttur, þar sem árnar bera fram 60 milljón rúmmetra af seti á ári að árósunum. Klettóttar eyðimerkur þekja um 40% landsins. Suðurhlutinn er að mestu mýrlendur og rakur, við ströndina og meðfram Shatt al-Arab. Margar af þessum mýrum voru þurrkaðar upp á 10. áratug 20. aldar, en hafa síðar verið endurheimtar. Önnur 30% eru fjöll þar sem vetur eru kaldir. Norðurhluti landsins er að mestu fjalllendi. Hæsti tindurinn er í 3.611 metra hæð og þekktur semCheekah Dar („svarta tjaldið“).
Írak er skipt í 19 landstjóraumdæmi eða héruð (arabíska:muhafadhat, kúrdíska:Pârizgah). Landstjóraumdæmin skiptast svo í umdæmi (gadhas) sem aftur skiptast í undirumdæmi (nawāḥī).Íraska Kúrdistan er eina viðurkennda sjálfstjórnarhéraðið með eiginhéraðsstjórn og því sem næst opinberan her (Peshmerga).
Fyrir innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 var arabíska eina opinbera tungumál landsins. Með nýrri stjórnarskrá árið 2004 urðu bæði arabíska og kúrdíska opinber tungumál en nýarameísk mál og túrkmenska eru viðurkennd staðbundin mál. Hvert hérað eða umdæmi getur auk þess skilgreint önnur tungumál sem opinber tungumál ef meirihluti íbúa samþykkir það í almennri atkvæðagreiðslu.
Mikill meirihluti íbúa Íraks, eða um 95%, aðhyllastÍslam. Aðeins 5% íbúa aðhyllast önnur trúarbrögð (aðallegakristnirAssýríumenn). Múslimar aðhyllast ýmistsjía íslam eðasúnní íslam. Samkvæmt matiCIA Factbook eru sjíamúslimar 65% og súnnítar 35% en samkvæmt matiPew Research Center frá 2011 eru sjíamúslimar 51% og súnnítar 42% en 5% telja sig „bara múslima“.
Súnnítar í Írak kvarta yfir mismunun af hálfu stjórnvalda en stjórnNouri al-Maliki hefur neitað því. Kristnir menn hafa búið á svæðinu í yfir 2000 ár og margir þeirra eru afkomendur hinna fornuAssýríumanna. Þeir voru rúmlega 1,8 milljónir eða 8% íbúa árið 1987.