Elizabeth Holmes erbandarísk athafnakona, fyrrverandifrumkvöðull ílíftæknigeiranum og dæmdurfjársvikari. Holmes var framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisinsTheranos, sem hún stofnaði þegar hún var nítján ára gömul. Andvirði Theranos rauk upp í marga milljarða Bandaríkjadala eftir að fyrirtækið tilkynnti að það hefði þróað búnað sem átti að geta framkvæmtblóðprufur með aðeins fáeinum blóðdropum sem hægt væri að taka með nál í fingur.
Árið 2015 taldi tímaritiðForbes Holmes yngsta og auðugasta „sjálfskapaða“ kvenkyns milljarðamæring í Bandaríkjunum. Næsta ár fóru hins vegar að koma fram ábendingar um að fyrirtækið hefði sagt fjárfestum ósatt um það hvað nýi blóðprufubúnaðurinn gat gert og hve langt þróun hans var komin. Þetta leiddi til þess að mat á andvirði Theranos hríðféll og Holmes var ákærð fyrir fjársvik. Holmes var að endingu sakfelld vegna stórfelldra fjársvika árið 2022 og dæmd í rúmlega ellefu ára fangelsi.
Yfirstandandi:Borgarastyrjöldin í Jemen •Borgarastyrjöldin í Súdan •Innrás Rússa í Úkraínu /Stríð Rússlands og Úkraínu •Stríð Ísraels og Hamas •Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:Val Kilmer (1. apríl)
|