Narges Mohammadi er íranskur mannréttindasinni, vísindamaður og varaforsetiMiðstöðvar verndara mannréttinda, sem er stýrt af mannréttindalögfræðingnum og NóbelsverðlaunahafanumShirin Ebadi. Í maí árið 2016 var hún dæmd til sextán ára fangelsis íTeheran fyrir að stofna og stýra „mannréttindahreyfingu sem berst fyrir afnámi dauðarefsinga“. Árið 2023, á meðan Mohammadi var enn í fangelsi, hlaut húnfriðarverðlaun Nóbels fyrir „baráttu hennar gegn kúgun kvenna í Íran og fyrir mannréttindum og frelsi öllum til handa“.
Á tímamótmælanna sem hófust vegna dauða Möhsu Amini í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar árið 2022 gaf Narges Mohammadi út skýrslu þar sem farið var yfir kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi gegn konum. Í janúar 2023 gaf hún út skýrslu þar sem farið var yfir aðstæður kvenna í Evin-fangelsi, meðal annars lista yfir 58 fanga og yfirheyrsluferlin og pyntingarnar sem þær hefðu verið beittar. 57 kvennanna höfðu varið samtals 8.350 dögum í einangrunarvist. 56 þeirra voru dæmdar til 3.300 mánuða samtals.
Yfirstandandi:Borgarastyrjöldin í Jemen •Borgarastyrjöldin í Súdan •Innrás Rússa í Úkraínu /Stríð Rússlands og Úkraínu •Stríð Ísraels og Hamas •Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:Diogo Jota (3. júlí) •Magnús Þór Hafsteinsson (30. júní) •Clark Olofsson (24. júní) •Violeta Chamorro (14. júní) •Brian Wilson (11. júní)
|